Þjálfun skipstjórnarmanns fyrir störf í flugdeild

  • Þjálfun skipstjórnarmanns - flugdeild

19. mars 2007.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Vilhjálmur Ó. Valsson skipstjórnarmaður var í grunnþjálfun sem sigmaður á þyrlu.

Lokaæfingin var haldin rétt utan við Hafnafjörð. Þyrlan Eir og varðskipið Ægir og áhafnir þeirra tóku þátt í þeirri æfingu.  Þar var m.a. æfð hífing manna úr lífbát, upp úr sjó og frá skipi.  Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á varðskipinu Ægi tók myndirnar og sendi skýringartexta.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Þjálfun skipstjórnarmanns - flugdeild
Vilhjálmur kom fyrst um borð í Ægi með þyrlunni Steinríki á æfingu sem haldin var í janúar.

Þjálfun skipstjórnarmanns - flugdeild
Vilhjálmur sígur niður úr TF-EIR. Lokaæfingin í byrjun mars.

Þjálfun skipstjórnarmanns - flugdeild

TF-EIR yfir þyrlupalli Ægis. Lokaæfingin í byrjun mars.

Þjálfun skipstjórnarmanns - flugdeild
Standard A æfing á miðsíðu Ægis. Lokaæfingin í byrjun mars.