Ferðalangar brugðust rétt við er þeir fundu tundurdufl

  • tundurdufl_mars_2007_gusti_og_fundarmenn

Þriðjudagur 27. mars 2007.

Ferðalangar sem fundu tundurdufl á Starmýrarrifi við Álftafjörð eystri brugðust hárrétt við en þeir tóku stað á duflinu og létu varðstjóra Landhelgisgæslunnar í Vaktstöð siglinga strax vita.

Á sunnudaginn fékk Vaktstöð siglinga tilkynningu um að ferðalangar hefðu keyrt fram á tundurdufl á Starmýrarrifi við Álftafjörð eystri. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fékk upplýsingar hjá ferðalöngunum og myndir sem staðfestu að um breskt tundurdufl úr seinni heimstyrjöldinni var að ræða.

Við athugun á duflinu sem fannst á sunnudaginn kom í ljós að reynt hafði verið að brenna sprengiefnið úr því en það ekki tekist fullkomlega. Sprengjusérfræðingur sá um að eyða leyfum af sprengiefni úr því.

Er sprengjusérfræðingjar voru á leiðinni að duflinu keyrðu þeir fram á annað dufl og grófu það upp.  Það reyndist vera tómt.  

Að sögn Sigurðar Ásgrímssonar sprengjusérfræðings Landhelgisgæslunnar hafa  mörg tundurdufl fundist þarna á sandinum í gegnum tíðina. Flest hafa verið grafin í sandinn og í mjög góðu ástandi.  Sigurður tók meðfylgjandi myndir af duflinu.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

tundurdufl_mars_2007_gusti_og_fundarmenn
Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar ásamt ferðalöngunum sem fundu duflið.

Tundurdufl mars 2007
Duflið í sandinum.

Tundurdufl mars 2007 - Duflið grafið upp
Byrjað að grafa duflið upp.