Litlir söngvasveinar og meyjar í heimsókn í flugdeild

  • Leikskólinn Bæjarborg í heimsókn í flugdeild (II) 280307

28. mars 2007.
Það var skemmtilegur hópur frá leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ sem heiðraði flugdeild Landhelgisgæslunnar með nærveru sinni í morgun. Börnin og leikskólakennarar skoðuðu þyrlurnar og flugvélina og tóku síðan lagið fyrir starfsfólk flugdeildar. Almenn ánægja var með þessa skemmtilegu heimsókn.

Höskuldur Ólafsson tæknistjóri í flugdeild Landhelgisgæslunnar tók meðfylgjandi myndir af hópnum.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Leikskólinn Bæjarborg í heimsókn í flugdeild (II) 280307

Leikskólinn Bæjarborg í heimsókn í flugdeild 280307