Aðstoð við vélbilaðan bát frá Rifi
Sunnudagur 1. Apríl 2007.
Skipstjórinn á línubátnum Þorlákur ÍS-15 frá Bolungarvík lét vita á neyðarrás að báturinn þyrfti aðstoð til að komast í land þar sem vélin í bátnum væri biluð.
Vaktstöð siglinga óskaði eftir því við áhöfn nærstadds báts, Jóhönnu Gísladóttur, að hún færi og aðstoðaði Þorlák ÍS. Jóhanna Gísladóttir tók síðan Þorlák í tog þar til björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi, Björg, tók við Þorláki og dró hann til hafnar á Ólafsvík. Þangað komu bátarnir um kl. 16:40.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.