Grunnskólabörn í Neskaupstað heimsóttu varðskipið Tý

  • Grunnskólabörn heimsækja Tý (II) mars 2007

Þriðjudagur 3. apríl 2007.

Áhöfn varðskipsins Týs fékk skemmtilega heimsókn í Neskaupstað, en þar komu tveir hópar grunnskólabarna um borð og fræddust um varðskipið og starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Tveir hópar nemenda Grunnskólans í Neskaupstað óskuðu nýlega eftir að koma í heimsókn og skoða skipið er það hafði viðkomu í Neskaupstað. Það var auðsótt mál hjá Sigurði Steinari Ketilssyni skipherra. Nemendurnir fengu leiðsögn um skipið og um leið fræðslu um hlutverk og starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, býður 10. bekkingum að koma sem varðskipsnemar um borð í Ægi og Tý á sumrin og komast venjulega færri að en vilja.  Nemendurnir sem komu um borð í Neskaupstað höfðu sumir í hyggju að sækja um slíka námsdvöl í varðskipunum eftir prófin í vor.

Það var ánægjulegt fyrir áhöfn varðskipsins að taka á móti hópunum sem sýndu prúðmennsku mikla og kurteisi.  Þeir báru Grunnskólanum í  Neskaupsstað og bæjarfélaginu gott vitni.

Áhöfn varðskipsins tók meðfylgjandi myndir.

Grunnskólabörn heimsækja Tý (II) mars 2007
Einar Örn Einarsson 2. stýrimaður fræðir nemendur og kennara um starfsemi varðskipsins.

Grunnskólabörn heimsækja Tý - mars 2007

Á byssupalli Týs. Einar Örn sýnir 2. bekkingum Bofors fallbyssuna. Dekkliðar sýruvaska framþiljur í baksýn.