Djúpsprengja sett á land í höfninni á Rifi - Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir til

  • Sprengja á Rifi í apríl 07 (1)

Þriðjudagur 3. apríl 2007.

Skipstjóri togbáts frá Rifi hafði samband við Vaktstöð siglinga um kl. 22:00 í gærkvöldi. Hann hafði fengið torkennilegan hlut í veiðarfærin og sett á land í höfninni á Rifi. Hann var ekki viss um að þetta væri sprengja en taldi réttast að fá samband við sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar.

Eftir að skipstjórinn hafði lýst hlutnum fyrir sprengjusérfræðingunum grunaði þá strax að um sprengju væri að ræða.  Þeir höfðu þegar samband við lögregluna á Rifi sem fór á staðinn, tók myndir og sendi Landhelgisgæslunni.  Myndirnar sýndu að þetta var djúpsprengja.

Lögreglan ákvað að vakta höfnina þannig að enginn kæmi nálægt sprengjunni  þar til sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kæmu á staðinn.  Þeir komu til Rifs rétt fyrir kl. 2 í nótt.  Við rannsókn á sprengjunni  kom í ljós að hún var full af sprengiefni en kveikibúnaðinn vantaði á hana.  Sprengjan var flutt á afvikinn stað þar sem sprengjusérfræðingarnir eyddu henni.

Sigurður Ásgrímsson sprengjusérfræðingur tók meðfylgjandi myndir.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Sprengja á Rifi í apríl 07 (1)
Djúpsprengjan var full af virku sprengiefni þrátt fyrir að aldurinn væri farinn að hafa áhrif á útlitið.

Sprengja á Rifi í apríl 07 (2)

Ágúst sprengjusérfræðingur að störfum.

Sprengja á Rifi í apríl 07 (2)
Búið að tengja, allt tilbúið fyrir eyðingu.