Sjúkraflug til Svíþjóðar

  • Kort_syn040309

Föstudagur 6. apríl 2007.

Í morgun barst Landhelgisgæslunni beiðni um sjúkraflug. Flytja þurfti sjúkling frá Reykjavík til Malmö í Svíþjóð. Flugvél Landhelgisgæslunnar er venjulega ekki notuð í svona flug en að þessu sinni var leitað til Landhelgisgæslunnar þar sem önnur sjúkraflugvél var ekki tiltæk.

Flugið tók alls 10 tíma, fjórar klukkustundir út til Malmö þar sem meðvindur var góður og 6 klukkustundir til baka. Í áhöfn voru frá Landhelgisgæslunni 2 flugmenn, 1 flugvirki og 1 stýrimaður en auk þeirra voru 1 hjúkrunarfræðingur og 1 læknir og sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

TF-SYN
Syn á flugi. Mynd úr myndasafni LHG.