Björgunarþyrlan Líf sótti slasaðan mann eftir fjórhjólaslys
Mánudagur 9. apríl 2007.
Neyðarlínan hafði samband við vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:45 í dag og tilkynnti um slys í Skarðsfjöru á Meðallandssandi. Maður hafði slasast eftir árekstur fjórhjóls og jeppa.
Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, Líf, var þegar sett í viðbragðsstöðu og fór hún í loftið kl. 16:10. Líf var komin á slysstað um kl. 17:20 og kom til baka með hinn slasaða til Reykjavíkur kl. 18:21 en hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.
Úr myndasafni LHG. Mynd af björgunarþyrlunni Líf: Odd Stefan.