Trilluskipstjóri staðinn að meintum ólöglegum veiðum á friðuðu svæði í Faxaflóa

  • Sigurður Óskarsson stýrimaður les sjóræningjum pistilinn

Mánudagur 9. apríl 2007.

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í dag að handfærabáti að meintum ólöglegum veiðum inni á friðunarsvæði í Faxaflóa. Löggæslumenn frá varðskipinu fóru um borð í bátinn og athuguðu skipsskjöl og afla og tóku skýrslu af skipstjóranum.

Í framhaldi af því var skipstjóranum gert að halda til hafnar í Reykjavík þar sem lögregla höfuðborgarsvæðisins tók á móti honum. Kæra verður send frá Landhelgisgæslunni til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Sigurður Óskarsson stýrimaður les sjóræningjum pistilinn
Úr myndasafni LHG. Stýrimaður að störfum í brúnni.