Hafísinn á svipuðum slóðum

  • Hafís II 160407

Mánudagur 16. apríl 2007.

Guðmundur Emil Sigurðsson stýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar tók þessar skemmtilegu myndir af hafís í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar út af Vestfjörðum í dag.

Ísröndin er næst landi um 27 sjómílur norðaustur af Horni. Breytingar eru ekki miklar frá því að ísinn var síðast skoðaður 12. apríl sl.

Upplýsingar úr ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar, bæði flugskýrsla og hafískort, eru birtar á vef veðurstofunnar á slóðinni:

http://www.vedur.is/hafis/

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Hafís II 160407

hafis 160407