Bílstjóri flutningabíls slasaðist í bílveltu við brúna yfir Hrútafjarðará - Björgunarþyrlan Steinríkur flutti hann á sjúkrahús

  • Steinríkur björgunarþyrla

Mánudagur 30. apríl 2007.

Þyrlan Steinríkur flaug í dag að Brú í Hrútafirði til að sækja mann sem hafði slasast í bílveltu. Hann var bílstjóri flutningabíls sem lenti út af veginum og valt.

Þyrlan fór í loftið kl. 11:51 og var komin á slysstað kl. 12:20. Þá var sjúkrabifreið komin á staðinn en bílstjórinn enn fastur í flaki flutningabílsins. Þyrlan fór í loftið kl. 12:55 eftir að tekist hafði að losa hann og lenti hún við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 13:25.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Steinríkur að fljúga yfir Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi
Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, Steinríkur, að fljúga með hinn slasaða á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.

Steinríkur björgunarþyrla

Úr myndasafni. Björgunarþyrlan Steinríkur á flugi.