Dóms- og kirkjumálaráðherra kynnir byltingu í fjarskiptum neyðar- og viðbragðsaðila

  • Björn Bjarnason 4 maí 2007 - mynd MBL

Föstudagur 4. maí 2007.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra var í dag viðstaddur þegar fyrsti áfangi TETRA neyðar- og öryggisfjarskiptakerfisins var tekinn í notkun við athöfn í samhæfingarstöðinni í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. Við það tækifæri flutti hann ræðu og lýsti því hvernig kerfið veldur byltingu í starfi þeirra sem gæta öryggis landsmanna, þar á meðal hjá Landhelgisgæslunni. Gert er ráð fyrir búið verði að byggja kerfið upp að fullu á næsta ári en þá mun það ná til landsins alls.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Björn Bjarnason 4 maí 2007 - mynd MBL
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra lýsir kostum TETRA-kerfisins. Mynd: Morgunblaðið.