Þrjú sjúkra- og björgunarflug um helgina

  • Sjukraflug í Brimil 2006

Mánudagur 7. maí 2007.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu þrjú sjúkra- og björgunarflug um helgina.

Á föstudagskvöldið var maður fluttur með þyrlunni Sif frá Húsafelli á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Síðan voru tvö sjúkraflug á sunnudaginn en þá var maður fluttur með þyrlunni Sif frá Búðum á Snæfellsnesi á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi vegna veikinda.  Einnig var ökklabrotin kona flutt með þyrlunni Líf frá fjallinu Botnsúlum í Hvalfirði á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Konan var hífð upp í þyrluna því ekki var hægt að lenda þyrlunni á svæðinu og ekki var hægt að flytja hana landleiðina.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Sjukraflug í Brimil 2006