Viðhald vita gekk vel

Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar annast viðhald og vitum landsins.

  • Sm_Vitahringur_dagur_2-14

12.6.2024 Kl: 19:18

Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði á dögunum af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við starfsmenn Vegagerðarinnar. Áratugum saman hafa varðskip Landhelgisgæslunnar siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.

Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar sjá um eftirlit og viðhald á vitum og öðrum sjómerkjum í ferðinni en með í ferðinni voru einnig starfsmenn aðgerðasviðs. Meðal verkefna í vitatúrunum er að yfirfara rafgeyma og sólarspegla auk þess að endurnýja perur auk annars tilfallandi viðhalds.

Meðfylgjandi myndir sem ljósmyndarinn Bragi Valgeirsson tók, sýna frá fyrstu dögum vitatúrsins en varðskipið sigldi austur með landinu frá Reykjavík að þessu sinni.

Myndir: Bragi Valgeirsson

Sm_Vitahringur_dagur_1-63Um borð í varðskipinu Þór. 

Sm_Vitahringur_dagur_1-60Starfsmenn Vegagerðarinnar og áhöfnin á varðskipinu Þór hafa annast viðhald á vitum landsins. 

Sm_Vitahringur_dagur_1-04Ferðin er árleg.

Sm_Vitahringur_dagur_1-02