Loðnuveiðar Norðmanna hafnar

  • lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Föstudagur 12. janúar 2012

Samkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar höfðu í gærmorgun þrír norskir loðnubátar meldað sig til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar. Hafa þau ekki tilkynnt um afla en samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er norskum skipum heimilt að veiða 49.002 tonn af loðnu innan íslensku efnahagslögsögunnar á tímabilinu frá 10. janúar til 15. febrúar 2012. Fiskistofa hefur nú gefið út leyfi fyrir 78 norsk loðnuskip en samkvæmt upplýsingum frá varðstjórum Landhelgisgæslunnar hefur reynslan verið sú að aðeins 1/3 eða 1/4 skipanna komi til veiðanna. Hafa þau veitt eingöngu í nót en íslensku skipin í flottroll.

Samkvæmt samningi milli Íslands og Noregs verður hafin móttaka aflaskeyta á rafrænu formi þann 1. júlí 2012. Skipstjórum verður því tilkynnt að þeir þurfi að senda handvirkt til Landhelgisgæslunnar öll viðeigandi aflaskeyti (þ.e. COE, CAT, COX og CON).

Árið 2011 var norskum skipum heimilt að veiða 27.171 tonn af loðnu innan íslensku lögsögunnar og fengu norsk skip afgreidd 78 veiðileyfi. Sjá frétt frá janúar 2011.

Lodna

Mynd frá loðnuveiðum Þorgeir Baldursson
http://thorgeirbald.123.is