Móttaka á þyrlu

Móttaka á þyrlu

Landhelgisgæsla Íslands. Björgunarstjórnstöð (JRCC).24 klst. varðstaða



Undirbúningur á landi

Hafið eftirfarandi atriði í huga þegar von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja fólk sem hefur slasast eða lent í hrakningum á landi.

  • 0916D21F-9D58-4C61-9885-E26680780FDB

Ef þú lendir í slysi eða öðrum þeim aðstæðum þar sem þyrlu er þörf hringdu þá í Neyðarlínuna í síma 112. Starfsmenn hennar sjá um að koma boðum til Landhelgisgæslunnar ef talin er þörf á aðstoð björgunarþyrlu. Ef ekkert símasamband er á svæðinu en VHF-talstöð til staðar kallaðu þá út MAYDAY á VHF rás 16.

Þegar óskað er eftir aðstoð þyrlu er afar áríðandi að eftirfarandi atriðið komi fram

  • Staðsetning, nafn á þokkalega þekktum stað eða breidd og lengd.  (GPS)
  • Fjöldi sjúklinga og tegund áverka
  • Veður: vindhraða og stefnu, hitastig, skyggni, skýjahæð, úrkomu og hálku
  • Símanúmer / talstöðvartíðni á vettvangi.
  • Aðstæður á vettvangi

Ef þú veist ekki hvar þú ert staddur en ert með farsíma þá er hægt að miða hann út með búnaði í þyrlunni. Gætið þess samt að fara sparlega með rafhlöðurnar, ef þú ferðast með fleirum er mælt með að hafa aðeins kveikt á einum farsíma til að rafhlöðurnar endist sem lengst. Ef dimmt er á svæðinu er hægt að nota ljósið úr símanum til að leiðbeina þyrlunni og gefa áhöfninni til kynna hvar þú ert.

Þegar þyrlan er komin á vettvang má engin nálgast þyrluna fyrr en einhver úr áhöfninni (flugstjóri, sigmaður, spilmaður) hefur gefið merki um það. Þegar verið er að gangsetja eða stöðva mótora er bannað að nálgast þyrluna eða stíga úr henni. Munið ávallt að beygja ykkur. Farið aldrei aftur fyrir miðja þyrluna vegna hættunnar af stélhreyflinum. 


Flugtimi-thyrlu--1-_1517965528626Meðalflugtími þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík