Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Kynningarbæklingur


Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Fréttayfirlit

Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri gera samstarfssamning

2.3.2006

Fimmtudagur 2. mars 2006.

 

Ríkislögreglustjóri af hálfu lögreglunnar og forstjóri Landhelgisgæslunnar hafa gert með sér samkomulag um samstarf lögreglu og Landhelgisgæslu. Þessar tvær stofnanir hafa um langt skeið átt gott og mikið samstarf en formlegur samningur um samstarfið hefur ekki verið gerður fyrr en nú.
  
Verkefnin sem kveðið er á um í samningnum eru meðal annars:

* Leit og björgun og almannavarnir

* Flutningur á liðsafla

* Eftirlits- og leitarflug

* Sameiginlegt bátaeftirlit

* Gagnkvæmur stuðningur stofnananna við lögregluaðgerðir á sjó og landi.

* Gagnkvæm upplýsingamiðlun og fræðsla

* Siglingavernd

* Sameiginleg þjálfun

 

Dagmar Sigurðardóttir

lögfræðingur/upplýsingaftr.


Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.