Björgunargeta skipa og loftfara

Einingar LHG gegna lykilhlutverki við leit og björgun á sjó

Leitar og björgunargeta á hafinu við Ísland byggir á þremur megin stoðum, þ.e. stjórnstöð LHG, loftförum (þyrlum og flugvél) og varðskipum, auk þess sem treyst er á hin almenna sjófarenda. Varðskip, flugvél og þyrlur eru órjúfanlegir hlekkir í þeirri keðju er mótar björgunargetu landhelgisgæslunnar. 

  • Flugstjornarklefi_1622468179095

Þyrlur Landhelgisgæslunnar geta sinnt leitar, björgunar og sjúkraflugi innan efnahagslögsögunnar. Þær eru sérstaklega útbúnar til björgunarstarfa og sinna jafnframt leit, björgunar og sjúkraflugi á landi. 

Eftirlits- og björgunarflugvélin er lykileining þegar kemur að leit að nauðstöddum, sérstaklega á ytri mörkum lögsögunnar og utan við lögsögunnar innan leitar og björgunarsvæðisins. Hún er búin fullkomnum ratsjám, hitamyndavél og er hægt að varpa björgunarbátum  til nauðstaddra. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir utan drægi þyrlanna þar sem aðeins er hægt að sinna leit og björgun með flugvélum og skipum.

Varðskipin eru vel útbúin til björgunar og slökkvistarfa. Þá hafa þau mikla dráttargetu og eru lykileiningar þegar kemur að aðstoð og björgun stærri skipa við landið. Varðskipið Þór er sérstaklega útbúið til hreinsunar á olíumenguðum sjó og er eina skipið með slíkan búnað á svæðinu milli Noregs og Kanada. 

Varðskipið Þór

Varðskipið getur virkað sem færanleg stjórnstöð í neyðaraðgerðum og tengt björgunarlið við samræmingarstöð í Skógarhlíð þó svo að allt venjulegt fjarskiptasamband liggi niðri t.d. vegna náttúruhamfara. Varðskipir býr einnig yfir öðrum mikilvægur eiginleikum:

  • Öflugur eftirlitsbúnaður, ss. innrauðar og næturmyndavélar
  • Eftirlitsbúnaður sameinast í stjórnstöð inni í miðri brúnni
  • Hægt er að taka stórtækan björgunarbúnað um borð sem og fjölda manns sem getur skipt sköpum við björgunaraðgerðir

_S4I7004_1609164505322

Varðskipið Freyja

Í mars 2021 tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að ráðist yrði í kaup á varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands sem kæmi í stað varðskipsins Týs. Þá var jafnframt ákveðið að skipið myndi bera nafnið Freyja, en skip og loftför Landhelgisgæslunnar hafa í gegnum tíðina sótt nöfn sín í norræna goðafræði. Í apríl 2021 var efnt til útboðs og að því loknu var tilboði tekið í skip sem smíðað var í Suður-Kóreu árið 2010 og nýtt sem þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn. Kaupverðið nam rúmum 1,8 milljörðum króna.

Vardskipid-Freyja

TF-SIF

TF-SIF er flugvél Landhelgisgæslunnar en hún er af tegundinni Dash 8 Q-300. Hámarks flugtími er tíu klukkustundir. Þar af er leitartími (OCE) í 710 sjómílna fjarlægð frá flugvelli tveir og hálfur tími. 

  • Eftirlitsbúnaður flugvélarinnar samanstendur af ELTA 360°ratsjá, Side looking radar (SLAR), öflugum myndavélum, miðunarstöð og AIS. • 360° ratsjáin er af gerðinni ELTA EL/M-2022 (V) 3. Hún er mjög langdræg og með mikla greiningarhæfni. Hún er sérstaklega hönnuð með eftirlit á sjó í huga og getur fundið lítil endurvörp í slæmum veðrum.
  • SLAR kemur frá Swedish Space Corporation og er aðallega notaður til mengunareftirlits og ískönnunar. Hann býður jafnframt upp á notkunarmöguleika á landi.
  • Til að framkvæma nánari skoðun og greiningu er vélin búin MX-15 myndavél (Infrared/TV daylight camera) sem gerir áhöfninni kleift að greina og taka upp athafnir jafnt að nóttu sem degi.
  • Mögulegt er að opna stóra hurð aftarlega á vélinni á flugi til að varpa úr björgunarbátum og öðrum björgunarbúnaði. Þá er búnaður til að varpa út blysum og bauju til mengunarsýnatöku.

TF-SIF-Lendir

Þyrlurnar TF-GNA TF-GRO og TF-EIR

TF-EIR-gosid

Landhelgisgæslan hefur á að skipa þremur öflugum tveggja hreyfla þyrlum af gerðinni Airbus Helicopters Super Puma H225.

Áhöfn: 2 flugmenn, 1 sigmaður, 1 spilmaður og 1 læknir, alls 5
Farþegar:  Allt að 19

Hraði og drægi:

Hámarkshraði: 175 sjóm/klst (324 km/klst)
Hagkvæmur hraði: 142 sjóm/klst (263km/klst)
Hámarks flugdrægi: 613 sjómílur (1135 km)

SARFlugþol:

Hámarks flugþol í leit á hagkvæmasta hraða 5 klst, en annars tæpar 4 klukkustundir.

Stærð:

Mesta lengd á bol 16.79 metrar
Mesta lengd á skrúfuferli 16,2 metrar
Mesta breidd á bol 4 metrar
Mesta hæð á bol 4,97 metrar

Hámarks þyngd vélarinnar er um 11 tonn

Sérútbúnaður:

  • Afísingarbúnaður (sem gerir kleift að fljúga í ísingu)
  • Fullkomnasta sjálfstýring sem völ er á. Fjögurra ása sem léttir flugmönnum flugið við erfiðar aðstæður
  • Tvöfalt björgunarspil (annað rafmagnsdrifið og eitt vökvadrivið til vara)
  • Hitamyndavél
  • Leitarljós
  • Utanáliggjandi neyðarflot sem blása upp við nauðlendingu í sjó