Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

21.6.2015 : Sjómælingabáturinn Baldur við sjómælingar á Vestfjörðum

Sjómælingabáturinn Baldur er nú við sjómælingar á Vestfjörðum. Vinnur áhöfnin að dýptarmælingum fyrir nýtt sjókort af svæðinu sem mun ná frá Bjargtöngum og norður í Ísafjarðardjúp. Eru mælingasvæðin í grennd við Kópanes annars vegar og frá Súgandafirði og inn með Stigahlíð hins vegar.

19.6.2015 : Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnarleit

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í dag beiðni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra um þyrlu til þess að leita svæðið milli Dettifoss og Ásbyrgis í vestur þar sem lögreglunni höfðu borist upplýsingar um að hvítabjörn hefði sést í Jökulsárgljúfrum.

17.6.2015 : Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í rússneskan togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er nú rétt ókomin að rússneskum togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg er beiðni barst frá togaranum um þyrlu til að sækja veikan skipverja um borð. 

14.6.2015 : Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur slasaðan göngumann og aðstoðar Almannavarnir við eftirlitsmyndavélar við Holuhraun

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í dag slasaðan mann af Þveráregg í sunnanverðum Vatnajökli en maðurinn hafði slasast á göngu. Að því loknu hélt þyrlan upp í Holuhraun þar sem verið er að skipta um og lagfæra myndavélar með Almannavörnum.

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida