Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit kölluð út vegna sprengikúlu í Hafnarfirði - 4.6.2020

Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglu að húsi í Hafnarfirði í gærdag vegna torkennilegs hlutar sem fannst við jarðvinnu á lóð húss í miðbænum. Við athugun sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar kom í ljós að um var að ræða 20mm sprengikúlu úr seinna stríði sem var virk og nokkuð ryðguð.

Loftrýmisgæsla Ítala hefst í júní - 2.6.2020

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í 14 daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins.

Áhöfnin á Eir leitaði manns sem féll í Laxá - 1.6.2020

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til leitar í nótt að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna manns sem talið var að hefði fallið í Laxá í Aðaldal.

Baldur farinn til mælinga - 26.5.2020

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hélt af stað í árlegt mælingaúthald síðastliðinn laugardag. Fyrst um sinn verður Baldur við dýptarmælingar á Breiðafirði þar sem mæld verður siglingaleiðin um Norðurflóa inn til Reykhóla. Að því loknu fer Baldur til mælinga við norðanverða Vestfirði þar sem fyrir liggja mælingar í Ísafjarðardjúpi, Jökulfjörðum og með Hornströndum.