Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

29.8.2014 : Leiðangur með TF-SIF til að skoða eldstöðvar í Holuhrauni

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun til að kanna aðstæður í Holuhrauni, við Bárðarbungu, Dyngjujökul og Öskju Farið var í loftið kl 09:30 og og komið aftur til Reykjavíkur um klukkan 13:00. Eldgosið sem hófst á miðnætti stóð að líkindum í þrjá eða fjóra klukkutíma og er því lokið. Gígaröðin er 900 metra löng og liggur hún um fimm kílómetra frá jökulröndinni.

28.8.2014 : Engar frekari breytingar sjáanlegar í flugi TF-SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í morgun með vísindamenn og fulltrúa almannavarna yfir Vatnajökul. Markmið flugsins var að skoða betur sigkatla sem fundust í Bárðarbungu í gær. Einnig var flogið lágflug yfir Hágöngulón og Köldukvísl. Engar breytingar voru sjáanlegar í fluginu.

28.8.2014 : Áhöfn varðskipsins Ægis losaði hnúfubak úr netatrossu

Skipstjórinn á Gammi SK 12 hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 11:07 í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð gæslunnar við að losa hnúfubak sem hafði fest sig í netatrossu sem hann var að draga á Skagafirði. Hann hafði reynt að losa hann sjálfur en hafði við það tapað hakanum sínum þegar hvalurinn sló hann frá sér með sporðinum. Komu þá varðskipsmenn til aðstoðar og náðu að lokum að losa hnúfubakinn. Hér er myndskeið sem sýnir björgunaraðgerðir.

27.8.2014 : Sprungur í sporði Dyngjujökuls sem ekki sáust í fyrri eftirlitsgögnum TF-SIF

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík kl. 21:23 eftir átta tíma eftirlitsflug með vísindamenn og fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra yfir Grímsvötn, Bárðarbungu, Dyngjujökul og Öskjuvatn. Gögnum var safnað með ratsjár og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar en nokkuð erfiðar aðstæður voru gagnasöfnunar. Í fluginu sáust m.a. sprungur sem hafa myndast í sporði Dyngjujökuls, norðaustur af Bárðarbungu. 

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida