Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

28.3.2015 : Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór nú rétt fyrir klukkan þrjú í loftið til að sækja slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum.

_MG_0659

27.3.2015 : Landhelgisgæslan virkjar samhæfingarstöðina í Skógarhlíð vegna flugvélar í vandræðum

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálffimm í dag tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík um að lítil einkaflugvél væri í vandræðum vegna éljagangs og sambandsleysis en síðast var vitað um vélina á flugi nálægt Borgarnesi.

24.3.2015 : Varðskipið Týr 40 ára í dag

Varðskipið Týr er 40 ára í dag. Þetta sögulega varðskip ber aldurinn vel þrátt fyrir að hafa marga hildina háð í gegnum áratugina. Í tilefni dagsins var að sjálfsögðu slegið upp veislu um borð. Hér má lesa ýmislegt fróðlegt um upphaf og helstu atburði varðskipsins Týs.

24.3.2015 : Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í íslensku skipi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 04:21 í nótt beiðni frá íslensku skipi um aðstoð þyrlu en um borð var veikur skipverji með verk fyrir brjósti. Skipið var þá statt á Breiðafirði. Var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF kölluð út.

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida