Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

1.9.2014 : Gosmökkur frá Holuhrauni náði upp í 15 þúsund fet

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni með vísindamenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar sást hraun renna í ANA um 3,5 km frá miðju gosinu og var sú tunga um 500 metra breið. Gossprungan var virk á um 600 metrum.Þegar flogið var yfir kl 15:15 náði gosmökkurinn frá 6300 fetum upp í 15000 fet.

29.8.2014 : Ratsjármyndir af Holuhrauni með nánari upplýsingum

Hér eru myndir sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vann úr gögnum sem safnað var í dag með radar- og eftirlitsbúnaði TF-SIF.

29.8.2014 : Leiðangur með TF-SIF til að skoða eldstöðvar í Holuhrauni

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun til að kanna aðstæður í Holuhrauni, við Bárðarbungu, Dyngjujökul og Öskju Farið var í loftið kl 09:30 og og komið aftur til Reykjavíkur um klukkan 13:00. Eldgosið sem hófst á miðnætti stóð að líkindum í þrjá eða fjóra klukkutíma og er því lokið. Gígaröðin er 900 metra löng og liggur hún um fimm kílómetra frá jökulröndinni.

28.8.2014 : Engar frekari breytingar sjáanlegar í flugi TF-SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í morgun með vísindamenn og fulltrúa almannavarna yfir Vatnajökul. Markmið flugsins var að skoða betur sigkatla sem fundust í Bárðarbungu í gær. Einnig var flogið lágflug yfir Hágöngulón og Köldukvísl. Engar breytingar voru sjáanlegar í fluginu.

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida