Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Sameiginleg æfing með áhöfn Baldurs - 20.8.2019

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega með farþegaskipum hér við land og fyrr í sumar var slík æfing haldin með áhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs norður af Flatey.

TF-GRO sótti veikan farþega skemmtiferðaskips - 20.8.2019

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í kvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. 

TF-GRO kölluð út vegna flugvélar sem hlekktist á - 15.8.2019

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna lítillar flugvélar sem hlekktist á í lendingu á Svefneyjum. Tveir voru um borð. Þeir eru komnir út úr vélinni og eru óslasaðir

Kafarar frá Landhelgisgæslunni kallaðir út til leitar - 15.8.2019

Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn. Þeir bætast í hóp kafara frá björgunarsveitum og lögreglu sem leitað hafa í vatninu í dag.