Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Æft með Dönum í Reykjavík - 15.1.2019

Áhafnir varðskipanna Þórs og Hvidbjørnen héldu sameiginlega æfingu í Reykjavík á dögunum. Æfð var reykköfun og umönnun slasaðra. Áhafnir beggja skipa eru vel þjálfaðar og nýttu tækifærið þegar danska varðskipið var við bryggju í Reykjavík. Halldór Benóný Nellett, skipherra á Þór, segir að samstarf þjóðanna sé afar gott og Danir hafi reynst Landhelgisgæslunni vel í gegnum tíðina. Meðfylgjandi myndband sýnir frá þessari áhugaverðu æfingu.

Viðbúnaður vegna gangtruflana í 9000 tonna gámaflutningaskipi - 14.1.2019

Landhelgisgæslan setti varðskip, þyrlu og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum í viðbragðsstöðu laust eftir hádegi í dag vegna gangtruflana í 9000 tonna gámaflutningaskipi. Skipið var þá statt úti fyrir Reykjanesskaga og var næst landi um fjórar sjómílur SSA af Reykjanestá.

TF-SYN sótti bráðveikan sjúkling - 9.1.2019

Bráðveikur maður var sóttur með TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í morgun. Vegna veðurskilyrða á Snæfellsnesi var ákveðið að sjúkrabíll færi til móts við þyrluna, vestan jökuls, vegna slæmra veðurskilyrða. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Leituðu af sér allan grun í Skerjafirði - 9.1.2019

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að neyðarblys hefði sést úti fyrir Skerjafirði skömmu fyrir hádegi í gær. Enginn bátur var þá í ferilvöktun í firðinum en engu að síður var ákveðið að senda björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Óðinn, eftirlitsbát Landhelgisgæslunnar, til leitar.  Á fjórða tímanum var leitinni hætt enda búið að ganga úr skugga um að engin neyð væri til staðar í firðinum.