Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Landhelgisgæslan fær vélmenni til sprengjueyðingar frá Dönum - 20.9.2019

Landhelgisgæslan tók í vikunni á móti tveimur vélmennum til sprengjueyðingar frá danska hernum. Vélmennin eru þýsk og hafa undanfarinn áratug verið í eigu danska landhersins. Danir endurnýjuðu fyrir skemmstu vélmennin sín og ákváðu að því tilefni að gefa Landhelgisgæslunni tvö eldri vélmenni. Afar gott samstarf hefur verið milli danska landhersins og séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar undanfarna áratugi.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 20.9.2019

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins til Íslands í næstu viku. Um 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur.

TF-LIF bjargaði fólki úr sjálfheldu - 19.9.2019

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti þrjá ferðamenn sem urðu innlyksa við Langavatn til Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út eftir hádegi en vegna aðstæðna gekk erfiðlega að komast til fólksins landleiðina. Lögreglan á Vesturlandi ákvað því að óska eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn. TF-LIF tók á loft frá Reykjavík klukkan 14:44 og var lent við Langavatn rúmum tuttugu mínútum síðar. Þyrlan lenti með ferðamennina í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur.

Gestkvæmt á öryggissvæðinu - 19.9.2019

Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands, heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli ásamt Evu Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur, á Íslandi síðastliðinn föstudag. Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar tók á móti hópnum ásamt Kristínu Önnu Tryggvadóttur og Skafta Jónssyni frá utanríkisráðuneytinu.