Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

_MG_0659

16.9.2014 : Flutningaskip áminnt fyrir að fara ekki eftir reglum um aðskildar siglingaleiðir fyrir Reykjanes

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá erlendu flutningaskipi sem var að leggja úr höfn frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Skipinu voru veittar þær upplýsingar að vegna stærðar skipsins (yfir 5000 tonn) var því aðeins heimilt að sigla ytri siglingaleið fyrir Reykjanes.

15.9.2014 : Lauk námi í stjórnun verkefna á sviði friðargæslu

Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur og fagstjóri köfunar lauk í sumar námi við sænsku alþjóðlegu herakademíuna (SWEDINT-Swedish Armed Forces International Centre) sem gerir hann hæfan til að annast stjórnun verkefna á sviði friðargæslunnar. Jónasi var boðið af  NORDEFCO (Nordisk Defence Cooperation) á námskeiðið sem kallaðist United Nations Civilian Staff Officer Course. 

13.9.2014 : Dómsmálaráðherra tekur þátt í eftirliti þyrlu LHG yfir gosstöðvarnar 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra fór í morgun með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Haraldi Jóhannessen, ríkislögreglustjóra í eftirlitsflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Markmið flugsins er að kynna fyrir dómsmálaráðherra stöðuna á svæðinu sem og starf viðbragðsaðila.

11.9.2014 : Þyrlan TF-SYN flaug með vísindamenn og almannavarnir að Bárðarbungu og Holuhrauni

Fimmtudagur 11. september 2014

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með menn frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Almannavörnum á Bárðarbungu og Kverkfjöll til að setja niður mæla og vinna við ýmsan búnað. Að vinnu lokinni var flogið yfir Dyngjujökul og Holuhraun.

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida