Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna - 18.12.2018

Á dögunum var sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna varðskipanna haldinn um borð í varðskipinu Þór sem var við bryggju í Hafnarfirði. Haldnar voru hinar ýmsu kynningar og námskeið.

Jólin komin hjá áhöfn Týs - 17.12.2018

Áhöfnin á varðskipinu Tý situr ekki auðum höndum. Á dögunum fór hið árlega jólabingó fram í borðsal varðskipsins en spilaðar voru 16. umferðir og var einkennisklæðnaðurinn af skrautlegra taginu af því tilefni. Fyrr um kvöldið var boðið upp á dýrindis jólahlaðborð sem þær Rannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af. Þessi frábæra hefð hefur verið við lýði í nokkur ár og skapar skemmtilega jólastemningu um borð.

Jólastund Landhelgisgæslunnar haldin í dag - 12.12.2018

Hin árlega jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var haldin hátíðleg í dag venju samkvæmt. Um árlegan viðburð er að ræða sem hefur skapað sér fastan sess í aðdraganda jólanna. Inga Guðrún Birgisdóttir, starfsmannastjóri Landhelgisgæslunnar, bauð starfsmenn velkomna og Georg Kristinn Lárusson forstjóri flutti ávarp og fór yfir helstu atriði ársins 2018.  Hann hrósaði starfsmönnum fyrir dugnað, elju og áræðni við úrlausn fjölmargra vandasamra verka á árinu.

Met slegið í fjölda útkalla þrátt fyrir að árið sé ekki á enda - 12.12.2018

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Allt árið í fyrra fóru loftför Landhelgisgæslunnar í 257 útköll en undanfarin ár hefur útköllunum fjölgað frá ári til árs.