Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Blés á Bolafjalli - 20.1.2020

Fjórar ratsjár- og fjarskiptastöðvar Atlantshafsbandalagsins eru starfræktar hér á landi. Þær eru mikilvægur hlekkur í loftvarnarkerfi NATO auk þess að gegna veigamiklu hlutverki fyrir flugleiðsögu og öryggisfjarskipti landsins. Tvær þeirra eru staðsettar á fjallstoppum Gunnólfsvíkurfjalls og Bolafjalls. Þrátt fyrir það sækir fólk þangað vinnu daglega og sú staða getur komið upp að fólk festist í vinnunni vegna veðurs, stundum svo dögum skiptir.

Hreinsunarstarf í höfninni á Flateyri - 17.1.2020

Varðskipið Þór er áfram til taks við Flateyri. Eftir hádegi hófst áhöfnin á Þór svo handa við hreinsun ásamt björgunarsveitarmönnum. Varðskipsmenn fóru á tveimur léttbátum frá varðskipinu og allskyns munir voru hreinsaðir úr höfninni. Þar á meðal voru fiskiker, gúmmíbjörgunarbátar, plaströr og fleira. Mest allt var svo híft með krana varðskipsins upp á bryggju. 

Áhöfnin á TF-GRO sótti veikan skipverja í grænlenskt línuskip - 17.1.2020

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja í grænlenskt línuskip sem statt var 144 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Skipið var á milli Grænlands og Íslands þegar beiðni um aðstoð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan leitar að starfsmanni í sjómælinga- og siglingaöryggisdeild. - 17.1.2020

Landhelgisgæsla Íslands leitar að öflugum, hugmyndaríkum og sveigjanlegum einstaklingum til starfa í sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar.