Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

24.4.2017 : Söguljós: Bíræfnir Rússar staðnir að verki

Vorið 1996 fór Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlitsflug sem varð talsvert lengra en ráð var fyrir gert. Áhöfnin stóð rússneskan togara að ólöglegum veiðum innan við íslensku lögsögumörkin og veitti honum eftirför. Halldór Nellet, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í þessari eftirminnilegu aðgerð og hann rifjar málið upp í eftirfarandi frásögn.

21.4.2017 : Rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi

Sérútbúin flugvél verður hér við land næstu þrjár vikurnar til að rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi. Flugvélin er á vegum háskóla bandaríska sjóhersins en Hafliði Jónsson, prófessor við skólann, leiðir þetta áhugaverða verkefni. Landhelgisgæslan hefur aðstoðað við undirbúninginn.

20.4.2017 : Þyrluáhöfnin í neðanjarðarhífingum

Áhöfn TF-SYN æfði hífingar bæði ofan jarðar og neðan á Reykjanesskaga í gær. Sigmanni var slakað niður í holu sem myndaðist á óvenjulegan hátt. 

14.4.2017 : Páskaegg á Bolafjallseggjum

Þyrlan TF-GNA fór í gæsluflug í vikunni og kom þá við í ratsjárstöðinni á Bolafjalli með glaðning handa starfsmönnunum, ljúffeng súkkulaðiegg til að narta í. Landhelgisgæslan óskar landsmönnum gleðilegra páska. 

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida

Þetta vefsvæði byggir á Eplica