Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

25.8.2016 : Landhelgisgæslan hefur afskipti af handfærabát í samstarfi við lögreglu

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hafði nú síðdegis afskipti af handfærabát sem var að veiðum undan Ströndum og hafði verið vísað til næstu hafnar af Landhelgisgæslunni. Voru skipverjar bátsins, tveir menn færðir til sýnatöku vegna gruns um að vera undir áhrifum við stjórn bátsins.

23.8.2016 : Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan farþega um borð í skemmtiferðaskip

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að skemmtiferðaskipinu Astoria til að sækja alvarlega veikan farþega.

7.8.2016 : Þúsundir gesta heimsækja varðskipið Þór á Fiskideginum mikla

Það var heldur betur líf og fjör um borð í varðskipinu Þór í gær en varðskipið er statt á Dalvík og var gestum Fiskidagsins mikla boðið um borð í varðskipið. Hvorki meira né minna en 4129 gestir heimsóttu skipið í gær og þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem mætti alveg óvænt ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid

2.8.2016 : Varðskipið Týr í viðburðarríkri eftirlits- og löggæsluferð

Varðskipið Týr kom til hafnar fyrir skemmstu að lokinni vel heppnaðri og annasamri eftirlits- og löggæsluferð um miðin. Meðal annars sinnti áhöfnin á Tý sameiginlegu eftirliti með Fiskistofu. Var farið um borð í fjölda skipa auk þess sem skútu var komið til aðstoðar.

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida

Þetta vefsvæði byggir á Eplica