Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Æfðu björgun úr björgunarbát á hvolfi - 28.3.2020

Kafararnir um borð í Tý, Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason, æfðu á dögunum hvernig bjarga á manni úr björgunarbát á hvolfi. Það skiptir afar miklu máli að kafararnir æfi björgun sem þessa reglulega enda getur björgunarbátum hvolft og þá þurfa handtökin að vera snör. 

Ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar lengjast - 25.3.2020

Úthald varðskipa Landhelgisgæslunnar hefur verið aukið en í því fellst að hver ferð lengist um tvær vikur. Það þýðir að hvort skip er nú fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er. Þessi varúðarráðstöfun er gerð til að tryggja að Landhelgisgæslan geti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu umhverfis Ísland.

45 ár frá komu Týs til Reykjavíkur - 24.3.2020

Í dag eru 45 ár frá því að varðskipið Týr kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Skipið ber aldurinn vel og hefur leikið stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar og þjóðarinnar undanfarna áratugi.

 

Áhöfnin á TF-GRO sótti slasaðan skipverja - 24.3.2020

Áhöfnin á TF-GRO sótti slasaðan skipverja um borð í færeyskt línuskip í gærkvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um slys um borð í línuskipinu sem statt var austur af Surtsey. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík á sjöunda tímanum í gær og kom manninum undir læknishendur í Reykjavík.