Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Kanadíski flugherinn með færanlegan ratsjárbúnað á Miðnesheiði - 18.2.2020

Í ár verða ratsjáreftirlitskerfin hér á landi uppfærð og er verkefnið að mestu fjármagnað af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Til að tryggja að eftirlit með loftrýminu sé órofið flutti kanadíski flugherinn færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og 30 liðsmenn kanadísku sveitarinnar hafa undanfarnar vikur unnið að uppsetningu búnaðarins sem staðsettur er á Miðnesheiði.

Tvö þyrluútköll um helgina - 17.2.2020

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var skammt norður af Keilisnesi.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 17.2.2020

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur.

Fundur NSHC - Tidal Working Group í Reykjavík 5. og 6. febrúar 2020 - 14.2.2020

NSHC-Tidal Working Group hittist á fundi haldinn hér í Reykjavík hjá Landhelgisgæslunni í byrjun febrúarmánaðar. Til fundarins voru boðnir, auk sérfræðinga frá aldarlöndum NSHC, fulltrúar frá Veðurstofunni og Vegagerðinni. Er það von Íslendinganna að framhald verði á samtali þessara stofnanna enda eru m.a. forsendur fyrir spá um breytingu á sjávarborði áfátt á Íslandi.