Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Tekið á því um borð í Tý - 18.11.2019

Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa alltaf að vera til taks. Það er því mikilvægt að huga vel að að andlegri og líkamlegri heilsu. Áhöfnin á Tý er þar engin undantekning og stundar æfingar af miklu kappi á ferð sinni umhverfis landið. Að þessu sinni er áhöfnin svo heppin að með í för er Gígja Vilhjálmsdóttir, þjálfari, sem sér til þess að vel sé tekið á því, kvölds og morgna.

Fjórum bjargað um borð í TF-EIR eftir að fiskibátur strandaði - 14.11.2019

21 tonna fiskibátur strandaði við Gölt á utanverðum Súgandafirði í kvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá bátnum klukkan 22:00 en fjórir voru um borð. Mönnunum var bjargað um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar á miðnætti.

Landhelgisgæslan fær mikilvæg tæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju - 13.11.2019

Það var hjartnæm stund í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar fjölskylda Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur afhenti þyrlusveit Landhelgisgæslunnar mikilvægar gjafir. Um var að ræða fjórar lyfjadælur auk tveggja blóð og vökvahitara að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju sem lést af slysförum í október 2015, aðeins þriggja ára gömul.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Íslands hefst að nýju - 8.11.2019

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar breska flughersins til Íslands í næstu viku.