Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

_MG_0632

21.4.2014 : Fiskibátur í vandræðum úti fyrir Vestfjörðum

Fiskibátur úti fyrir Vestfjörðum hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 18:27 í kvöld og óskaði eftir aðstoð vegna leka sem hafði komið upp í vélarrúmi. Tveir menn voru um borð.

TF-LIF_8625_1200

21.4.2014 : TF-LÍF kölluð út eftir fjórhjólaslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 11:54 að beiðni læknis í Ólafsvík eftir að fjórhjólaslys varð nærri Miðhúsum á Snæfellsnesi. Var þyrlan TF-LÍF þá í æfingum við Skorradalsvatn og snéri tafarlaust til Reykjavíkur til eldsneytistöku. Fór hún að nýju í loftið kl. 12:40 og og lenti við bæinn Miðhús á Snæfellsnesi kl. 13:04 þar sem sjúkrabíll beið með hina slösuðu

13.4.2014 : Þyrla LHG og björgunarsveitir kallaðar út vegna vélarvana báts

Landhelgisgæslunni barst klukkan þrjú í nótt beiðni um aðstoð um neyðar & uppkallsrásina VHF-CH 16 frá átta tonna fiskibát með tvo menn um  borð.  Var báturinn vélarvana um 1,6 sjómílur frá landi á Fljótavík, norðan Straumness. Áætlaði skipstjóri að báturinn yrði kominn í strand eftir u.þ.b. 40 mínútur, miðað við rekhraða. Kallaðar voru út Björgunarsveitir á Hnífsdal, Bolungarvík og Ísafirði, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

12.4.2014 : Þyrla LHG fór í tvöfaldan sjúkraflutning frá Snæfellsnesi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:10 að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna veikinda í Ólafsvík. Fór þyrlan í loftið kl. 14:45 og lenti á Rifi kl. 15:25. Þegar þyrlan var á leið til Reykjavíkur kl. 15:47 óskaði læknir í Stykkishólmi að nýju eftir þyrlunni vegna alvarlegra veikinda. Þyrlunni var snúið við og flaug hún til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Stykkishólmi.

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida