Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Tvö þyrluútköll í dag - 18.9.2018

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur það sem af er degi farið í tvö útköll. Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út og kom göngumanni til aðstoðar um klukkustund síðar. Þá var TF-SYN kölluð út vegna banaslyss í hlíðum Kirkjufells.

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin á Íslandi - 17.9.2018

Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Um er að ræða alþjóðlega NATO-æfingu sem Landhelgisgæslan stýrir og fer hún fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hafnarsvæðum í Helguvík, Höfnum, Garði og í Hafnarfirði.

Skipt um öldudufl við Surtsey - 14.9.2018

Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur haft í nógu að snúast eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Á dögunum var farið á léttbáti til að skipta um öldudufl við Surtsey. Áhafnir varðskipanna eru einnig ákaflega vel þjálfaðar til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Í vikunni fór fram æfing í reykköfun þar sem æfð var björgun á manni sem sat fastur undir fargi.

Tvö þyrluútköll í dag - 10.9.2018

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, sinntu tveimur útköllum í dag. TF-LIF flutti konu á Norðvesturlandi á sjúkrahús í Reykjavík vegna bráðra veikinda og TF-GNA sótti slasaðan skipverja.