Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Fjölmennt í Óðinskaffi - 24.5.2018

Það var bæði fjölmennt og góðmennt í síðasta Óðinskaffinu fyrir sumarfrí sem haldið var í gær. Hollvinasamtök Óðins hafa boðið upp á kaffi og með því í kaffikrók Óðins frá árinu 2007 en þar mæta gamlir skipverjar og vildarvinir varðskipsins og rifja upp gamla tíma. Þráðurinn verður svo tekinn upp aftur í haust.

 

Nýtt smáforrit stuðlar að auknu öryggi sjómanna - 23.5.2018

Neyðarlínan og Landhelgisgæslan hafa tekið í notkun nýtt smáforrit sem skip og bátar geta notað til að tilkynna til Vaktstöðvar siglinga þegar þau leggja úr höfn.

Tveimur bjargað af sökkvandi báti - 19.5.2018

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í kvöld neyðarkall frá bát í vanda í Skagafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út ásamt björgunarsveitum. Tveir voru í bátnum og var þeim bjargað um borð í björgunarbát um þremur korterum eftir að neyðarkallið barst.


16 tog­ar­ar við karfa­veiðar við lög­sögu­mörk­in á Reykja­nes­hrygg - 19.5.2018

Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, fór í eft­ir­lits­flug út yfir Reykja­nes­rygg síðdegis í gær og kannaði skipaumferð á SV-miðum. Alls sáust 16 tog­skip rétt utan við 200 sjómílna lögsögumörkin og voru tvö íslensk skip að veiðum í grenndinni, innan lögsögunnar.


Dagbók stjórnstöðvar

Laugardagur 10. febrúar 2017 - 10 feb. 18

Kl 10:48 kom tilkynning um ísbrot eða mola frá ítalska rannsóknarskipinu ITS-ALLIANCE/IALL.  Upplýsingarnar áframsendar til Veðurstofu Íslands.  Staðurinn á jakahrönglinu er utan við íslensku lögsöguna.

Kl. 12:00 barst flugplan fyrir TF-SYN, gæsla vestur með landinu. Í loftið 12:37. Lending Rif Kl.13:46 Kl. 13:52. Guðmundur stýrimaður af TF-SYN hringur og lætur vita um rekald á stað : 64 59,25N - 023 22,18V klukkan 1335. Talað við bakvakt SL um að fá björgunarbátinn í Grundarfirði  til að sækja þetta.  Í loftið frá Rifi kl 14:43 Kl. Afturkallað þetta er Vesturboðabaujan og á að vera þarna. Kl. 17:29 lentir við skýli.

Kl 21:07 Móttekið skeyti frá Tý/TFGA. Reka 39 sml A af Langanesi, Halda vestur um allt að Axarfirði. Kl 0925 farið í Control um borð í Trönderbas LJVR. Sverrir hefur haldið áfram með að koma áhöfninni af stað í líkamsrækt í dag og hefur það gengið vel og haft góðar undirtektir.

Meira úr dagbók stjórnstöðvar