Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Nánar...


Fréttir

24.1.2015 : Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist við Lambafell

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:28 í dag þegar þyrlan var við æfingar á Sandskeiði með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja mann sem var talinn fótbrotinn við Lambafell. Ákveðið var að björgunarsveitarmenn færu með þyrlunni í útkallið og fór hún fór í loftið kl. 13:34. 

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

20.1.2015 : Norsk loðnuskip komin á miðin

Fyrsta norska loðnuskipið á þessari vertíð kom inn í íslenska efnahagslögsögu síðastliðinn laugardag og eru nú tvö skip komin á miðin fyrir norð-austan land. Erlend loðnuskip hafa tilkynningaskyldu gagnvart Landhelgisgæslunni meðan þau eru innan hafsvæðisins, tilkynna þegar þau koma inn og sigla út úr íslenskri efnahagslögsögu, þau þurfa að vera í ferilvöktun og senda aflatilkynningar.

20.1.2015 : Nýr þyrluflugmaður kominn á fastar vaktir hjá LHG

Jóhannes Jóhannesson, þyrluflugmaður sem var í haust ráðinn til Landhelgisgæslunnar hefur nú lokið grunnþjálfun sem er krafist til starfsins og mun í framhaldinu fara yfir á fastar vaktir flugdeildarinnar. Grunnþjálfun hefur staðið yfir í um fjóra mánuði en hún felst í æfingum bæði á sjó og landi.

19.1.2015 : Vélarbilað flutningaskip á leið til hafnar - Varðskipið Þór til taks á svæðinu

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:44 í morgun tilkynning um vélarbilun frá gámaflutningaskipinu Horst B sem var þá staðsett um 25 sjómílur VSV af Reykjanestá.  Skipið gat þrátt fyrir bilunina haldið 3-5 hnúta ferð og stefnir skipið nú í aðskildar siglingaleiðir N- af Garðskaga. Landhelgisgæslan hefur fylgst með siglingu Horst B í dag og verður varðskipið Þór til taks á svæðinu þegar skipið heldur inn í Faxaflóa.

Fréttasafn

  • 209_LHG_Forsida
  • 205_LHG_Forsida
  • 206_LHG_Forsida
  • 202_LHG_Forsida
  • 204_LHG_Forsida
  • 208_LHG_Forsida
  • 207_LHG_Forsida
  • 210_LHG_Forsida
  • 200_LHG_Forsida