Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Köfunarnámskeið við Skarfabakka - 15.11.2018

Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóri standa um þessar mundir fyrir átta vikna köfunarnámskeiði. Ásgeir Guðjónsson, kafari hjá Landhelgisgæslunni, segir mikilvægt að nemendur séu lausnamiðaðir og hafi góða sjálfstrú. Ekki gangi að kafarar séu haldnir innilokunarkennd eða séu myrkfælnir. 11 eru á námskeiðinu að þessu sinni.

Landhelgisgæslan og Landmælingar efna til samstarfs - 14.11.2018

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Landmælinga Íslands, skrifuðu í dag undir samstarfssamning sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbættum kortagögnum af strandlínu landsins.

Neðansjávarfar prófað í varðskipinu Þór - 12.11.2018

Prófanir á nýjasta neðansjávarfari Teledyne Gavia ehf. fóru fram í varðskipinu Þór á dögunum. Farið nefnist SeaRaptor en það getur náð 6000 metra dýpi og hefur fjölda mælitækja sem nýtast við athugun sjávarbotnsins. 

Landhelgisgæslan leitar að starfsmanni - 8.11.2018

Landhelgisgæslan óskar eftir að ráða sérfræðing á rekstarsvið. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni.