Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.Stórstreymt og hvöss suðvestan átt - 19.3.2019

Unspecified_1550677527731

Landhelgisgæslan vekur athygli á sérlega hárri sjávarstöðu næstu daga, en stórstreymt er á föstudaginn. Þá gerir veðurspá ráð fyrir hvössum suðvestan- og vestanáttum og hárri ölduhæð vestur af landinu fram á fimmtudag.

Óþekktar flugvélar komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land - 18.3.2019

Loftrymisgaesla_1551878624263

Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar til að auðkenna þær.

Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu - 17.3.2019

Gassi_TF_LIF-1-

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu milli Ólafsvíkur og Rifs. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt var óskað eftir aðstoð þyrlunnar sem tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar. Sjúkrabíll flutti sjúklingana á flugvöllinn á Rifi en þar lenti TF-LIF um klukkan fjögur í nótt. Þyrlan flutti þá slösuðu til Reykjavíkur. 

TF-EIR komin til landsins - 16.3.2019

IMG_4282

TF-EIR, ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins síðdegis í dag. Vélin færir Landhelgisgæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var en hún er önnur tveggja véla af gerðinni Airbus H225 sem leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi.

Æfðu Reykköfun á Ísafirði - 13.3.2019

53795350_365148817666905_544835207295926272_n

Varðskipið Týr er nú við eftirlit og önnur störf á miðunum í kringum landið. Áhöfnin á skipinu nýtti tækifærið á dögunum og efndi til reykköfunaræfingar um borð í Ísborgu ÍS250 á Ísafirði. Varðskipsmenn fóru með léttbát yfir í Ísborgu og æfðu viðbrögð við eldsvoða á hafi úti en slíkar æfingar eru mikilvægur liður í að viðhalda þjálfun og þekkingu skipverjanna á að bregðast við erfiðum aðstæðum.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 6.3.2019

Loftrymisgaesla_1551878624263

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.


Áhöfnin á Tý kom ljósdufli í samt lag - 5.3.2019

53098663_2287124878233828_219223682067726336_n

Áhöfnin á varðskipinu Tý vann í dag að því að koma ljósdufli við Ólafsvík á sinn stað en það slitnaði fyrr í vetur.


Endurbætur á matsal öryggissvæðisins - 4.3.2019

IMG_4607_1551699548207

Undanfarna mánuði hafa umfangsmiklar endurbætur staðið yfir á mötuneyti öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli sem í daglegu tali nefnist 179 en það var byggingarnúmer hússins þegar það tilheyrði varnarliðinu. Mötuneytið var tekið í notkun í dag þegar fyrstu gestirnir settust að snæðingi í hádeginu.

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts - 1.3.2019

Traust2019

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem nýtur mest trausts íslensku þjóðarinnar en rúmlega 89% þeirra sem taka afstöðu í könnun Gallup bera mikið traust til hennar, sem er svipað hlutfall og síðustu ár. Þetta er níunda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust eða allt frá því stofnuninni var tekin inn í mælingar Gallup. Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát. 

Fumlaus viðbrögð við háska æfð - 28.2.2019

20190226_111832

Á dögunum fór fram árlegt árlegt endurmenntunarnámskeið sem varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sækja en þar var farið yfir grunnatriði í óvissu-, háska- og neyðarstigum hjá flugförum innan björgunarsvæðisins. 

Konudagurinn er í dag - 24.2.2019

IMG_0908

Landhelgisgæslan tók forskot á sæluna og hélt upp á konudaginn fyrir helgi. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar heppin að eiga svona frábærar samstarfskonur sem áttu það svo sannarlega skilið að hefja helgarfríið með smá dekri og óvæntum glaðningi. Kæru konur, innilega til hamingju með konudaginn.

TF-SYN sótti tvo göngumenn - 23.2.2019

TF-SYN_1550946392278

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í dag neyðarkall frá tveimur erlendum göngumönnum á Tungnaárjökli. TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út. Mennirnir höfðu meðferðis neyðarsendi sem þeir virkjuðu en þeir voru orðnir kaldir og hraktir. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 17 og rúmri klukkustund síðar voru mennirnir komnir um borð í þyrluna. TF-SYN er nú á leið með göngumennina til Reykjavíkur.

Óvenju há ölduhæð - 20.2.2019

Kennialda

Landhelgisgæslan hefur fengið þær upplýsingar frá Veðurstofu Íslands að von sé á óvenju mikilli ölduhæð vegna djúpu lægðarinnar sem nálgast nú landið.

Varað við óvenju hárri sjávarstöðu - 20.2.2019

Unspecified_1550677527731

Landhelgisgæslan vekur athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga, en stórstreymt er þessa dagana. Samkvæmt útreiknuðum sjávarfallaspám sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar verður árdegisflóð í Reykjavík í fyrramálið 4,5 metrar en til samanburðar þá er sjávarhæð á meðalstórstraumsflóði 4,0 metrar.

Fengu viðurkenningu og heiðursmerki fyrir mannúðarstörf í Írak - 20.2.2019

IMG_7239

Jónas Karl Þorvaldsson og Sverrir Harðarson, starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, fengu í vikunni viðurkenningu og heiðursmerki Atlantshafsbandalagsins fyrir þátttöku í mannúðarverkefni bandalagsins í Írak. Hlutverk þeirra var að sinna þjálfun innlendra sprengjusérfræðinga og auka færni þeirra við sprengjueyðingu.

Pompeo kynnti sér störf Gæslunnar - 15.2.2019

_S4I2009

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fékk kynningu á stjórnstöð Nato á Keflavíkurflugvelli, sem rekin er af Landhelgisgæslunni, áður en hann fór af landi brott síðdegis í dag. Georg Kr. Lárusson og Jón B. Guðnason kynntu starfsemina á öryggissvæðinu en með í för voru einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington.

Síða 1 af 7