Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.Kanadíski flugherinn með færanlegan ratsjárbúnað á Miðnesheiði - 18.2.2020

Midnesheidi

Í ár verða ratsjáreftirlitskerfin hér á landi uppfærð og er verkefnið að mestu fjármagnað af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Til að tryggja að eftirlit með loftrýminu sé órofið flutti kanadíski flugherinn færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og 30 liðsmenn kanadísku sveitarinnar hafa undanfarnar vikur unnið að uppsetningu búnaðarins sem staðsettur er á Miðnesheiði.

Tvö þyrluútköll um helgina - 17.2.2020

Mynd1_1581953642758

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var skammt norður af Keilisnesi.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 17.2.2020

H-1

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur.

Fundur NSHC - Tidal Working Group í Reykjavík 5. og 6. febrúar 2020 - 14.2.2020

Sjomaelingar_1581695854985

NSHC-Tidal Working Group hittist á fundi haldinn hér í Reykjavík hjá Landhelgisgæslunni í byrjun febrúarmánaðar. Til fundarins voru boðnir, auk sérfræðinga frá aldarlöndum NSHC, fulltrúar frá Veðurstofunni og Vegagerðinni. Er það von Íslendinganna að framhald verði á samtali þessara stofnanna enda eru m.a. forsendur fyrir spá um breytingu á sjávarborði áfátt á Íslandi.

Landhelgisgæslan leitar að sérfræðingi í upplýsingatækni - 14.2.2020

Samaefing-vardskipa-dagur-1-14-Nota

Landhelgisgæsla Íslands leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í upplýsingatæknideild. Verkefni upplýsingatæknideildar ná til allra starfsstöðva Landhelgisgæslunnar en dagleg starfsemi fer fram í Skógarhlíð og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins - 13.2.2020

7296E864-50C8-4B4E-B504-C6C8EF7960F6

Landhelgisgæslan er með aukinn viðbúnað vegna óveðursins sem gengur yfir landið á morgun. Varðskipið Þór hélt frá Reykjavík klukkan 15 í dag og heldur á Vestfirði. Alla jafna er eitt varðskip á sjó hverju sinni en vegna veðursins var ákveðið að áhöfnin á varðskipinu Tý væri í viðbragðsstöðu í Reykjavík og tilbúin að halda á sjó ef á þarf að halda.. Enn fremur eru tvær þyrlur til taks auk tveggja þyrluáhafna.

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Grindavík í fyrsta sinn - 10.2.2020

20200210_104151_resized

Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Miðgarð í Grindavík í fyrsta sinn laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Tilgangur ferðar Þórs er fyrst og fremst að undirbúa landtengingu skipsins við dreifikerfi HS Veitna sem staðsett er við Miðgarð en jafnframt er mikilvægt fyrir skipstjórnarmenn varðskipsins að máta sig í innsiglingunni og höfninni sjálfri.

Áhöfnin á TF-GRO sótti veikan skipverja - 7.2.2020

20200207_113936565_iOS

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á tíunda tímanum í morgun til að sækja veikan sjómann sem var um borð í grænlensku togara sem staddur var rúmlega 150 sjómílur vestur af Látrabjargi, rétt utan miðlínu milli Ísland og Grænlands. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá björgunarstjórnstöðinni í Danmörku.

Skrifborðsæfing undirbúin - 4.2.2020

IMG_3509

Á dögunum komu sérfræðingar Arctic Coast Guard Forum hingað til lands til skrafs og ráðagerða fyrir skrifborðsæfingu sem haldin verður í Reykjavík í vor. Alls tóku rúmlega tuttugu manns þátt á fundinum sem fram fór í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

Mælingar á neðansjávarhrauni við Grindavík - 3.2.2020

Eldavrahraun-isor

Íslenskar orkurannsóknir fengu dýptargögn frá Landhelgisgæslunni á dögunum til greininga á hraunrennsli í Sjó. Mælingarnar sem þarna eru nýttar voru gerðar árin 2013, 2015 og 2016.

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fallbyssukúlu í Eyjum - 30.1.2020

DSC_4383

Starfsmenn Byggðasafns Vestmannaeyja höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á dögunum vegna fallbyssukúlu sem fannst í kjallaranum innan um aðra muni safnsins. Enginn þekkti uppruna kúlunnar og því var ekki vitað hvort hún væri enn virk.

60 ár frá komu Óðins - 27.1.2020

0159.-ODINN-c

Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Sjóminjasafnið fagna í dag 60 ára afmæli varðskipsins Óðins. Hátíðarkaffi var haldið um borð í skipinu í gær þar hollvinir varðskipsins mættu og gerðu sér glaðan dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var meðal viðstaddra ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Guðmundur Hallvarðsson, formaður hollvinasamtaka Óðins, rakti sögu skipsins sem kom til landsins þann 27. janúar 1960. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959. Það er 910 tonn, 63 metrar á lengd og 10 metrar á breidd.

Kaffisamsæti í tilefni Bóndadags - 24.1.2020

IMG_3578

Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur hjá Landhelgisgæslunni í dag og var boðið til kaffisamsætis. Um samstilltar aðgerðir var að ræða sem fóru fram í Keflavík, Skógarhlíð og Reykjavíkurflugvelli. Undanfarin ár hefur þessi skemmtilega hefð verið við lýði hjá Landhelgisgæslunni og það sama verður upp á teningnum í kringum konudaginn, þann 23. febrúar.

Hafís færist nær landi - 23.1.2020

Mynd1

Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíss sem er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumnesi þar sem hann er næstur landi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, klukkan átta í morgun. Hún sýnir ísinn norðvestan við landið en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur orðið vör við að hann sé að færast nær landi. Líklegt þykir að ísinn eigi eftir að færast enn nær landi en vestlægar vindáttir ríkja á svæðinu.

Blés á Bolafjalli - 20.1.2020

Fjórar ratsjár- og fjarskiptastöðvar Atlantshafsbandalagsins eru starfræktar hér á landi. Þær eru mikilvægur hlekkur í loftvarnarkerfi NATO auk þess að gegna veigamiklu hlutverki fyrir flugleiðsögu og öryggisfjarskipti landsins. Tvær þeirra eru staðsettar á fjallstoppum Gunnólfsvíkurfjalls og Bolafjalls. Þrátt fyrir það sækir fólk þangað vinnu daglega og sú staða getur komið upp að fólk festist í vinnunni vegna veðurs, stundum svo dögum skiptir.

Hreinsunarstarf í höfninni á Flateyri - 17.1.2020

20200117_143400

Varðskipið Þór er áfram til taks við Flateyri. Eftir hádegi hófst áhöfnin á Þór svo handa við hreinsun ásamt björgunarsveitarmönnum. Varðskipsmenn fóru á tveimur léttbátum frá varðskipinu og allskyns munir voru hreinsaðir úr höfninni. Þar á meðal voru fiskiker, gúmmíbjörgunarbátar, plaströr og fleira. Mest allt var svo híft með krana varðskipsins upp á bryggju. 

Síða 1 af 7