Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.Íslendingar og Danir héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu á Faxaflóa - 17.10.2018

Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Áhöfnin á TF-LIF tók þátt í aðgerðum á hafi fyrir hönd Landhelgisgæslunnar en Hvítabjörninn, varðskip Dana, og eftirlitsflugvél danska flughersins tóku sömuleiðis þátt í æfingunni

Minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór. - 16.10.2018

IMG_3356

Í morgun var haldin minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlantshaf og herir bandamanna náðu undirtökum. Þátttakendur í athöfninni voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og James G. Foggo, aðmíráll og aðalstjórnandi Trident Juncture en þeir vörpuðu blómsveig í hafið til minningar um atburðinn.

Heimsókn frá írsku strandgæslunni - 8.10.2018

IMG_3248

Nítján meðlimir Mulroy sveitar írsku strandgæslunnar heimsóttu Landhelgisgæsluna á laugardag. Hópurinn kynnti sér starfsemi Gæslunnar auk þess sem farið var í siglingu á Baldri, Óðni og Ásgrími S. Björnssyni, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Haldin var sérstök æfing vegna þessa þar sem björgun úr skipi var æfð með TF-GNA í hressilegu haustveðri.

Mikill viðbúnaður vegna elds um borð í togskipi - 3.10.2018

IMG_9651-2-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togskipinu Frosta ÞH229 klukkan 15:18 um að eldur væri laus í vélarrúmi skipsins. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu þá þegar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem og varðskipið Tý, sem var statt í Ísafjarðardjúpi. Einn skipverji var fluttur frá borði vegna gruns um reykeitrun. Varðskipið Týr dregur Frosta til Hafnarfjarðar.

Lendingar æfðar á Vædderen - 2.10.2018

20180921_144003

Á dögunum æfði áhöfnin á TF-SYN lendingar á þyrlupalli með danska varðskipinu Vædderen á norðanverðum Faxaflóa. Æfingin gekk vonum framar og alls voru æfðar átta lendingar við góð skilyrði.

Borgarísinn hefur brotnað og getur reynst hættulegur - 1.10.2018

20180926_085628

Borgarísjakinn við Hrólfssker í mynni Eyjafjarðar hefur molnað í að minnsta kosti sex hluta og er ekki lengur landfastur. Ísinn getur því reynst hættulegur skipum og bátum á svæðinu. 

Laus störf - 1.10.2018

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingum til að slást í samhent teymi Gæslunnar.

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka - 26.9.2018

20180926_090041

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu í morgun um að nokkuð stór og mikill borgarísjaki væri við mynni Eyjafjarðar. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við ísjakanum enda getur hann reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.

Útskrifaðist með meistarapróf í herfræðum - 26.9.2018

Img_3957

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, útskrifaðist á dögunum með meistarapróf í herfræðum (e. Master in Military Studies) frá Forsvarsakademiet, skóla danska heraflans. Snorre er fyrstur starfsmanna Landhelgisgæslunnar sem útskrifast með meistaragráðu frá skólanum.

Tvö þyrluútköll í dag - 18.9.2018

Elvar-steinn-thorvaldsson-tf-gna

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur það sem af er degi farið í tvö útköll. Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út og kom göngumanni til aðstoðar um klukkustund síðar. Þá var TF-SYN kölluð út vegna banaslyss í hlíðum Kirkjufells.

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin á Íslandi - 17.9.2018

_ib_8262

Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Um er að ræða alþjóðlega NATO-æfingu sem Landhelgisgæslan stýrir og fer hún fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hafnarsvæðum í Helguvík, Höfnum, Garði og í Hafnarfirði.

Skipt um öldudufl við Surtsey - 14.9.2018

Img_1341

Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur haft í nógu að snúast eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Á dögunum var farið á léttbáti til að skipta um öldudufl við Surtsey. Áhafnir varðskipanna eru einnig ákaflega vel þjálfaðar til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Í vikunni fór fram æfing í reykköfun þar sem æfð var björgun á manni sem sat fastur undir fargi.

Tvö þyrluútköll í dag - 10.9.2018

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, sinntu tveimur útköllum í dag. TF-LIF flutti konu á Norðvesturlandi á sjúkrahús í Reykjavík vegna bráðra veikinda og TF-GNA sótti slasaðan skipverja.

Viðhald á Straumnesfjalli - 4.9.2018

20180825_113219

Á dögunum vann áhöfn varðskipsins Týs ásamt áhöfninni á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við viðhald ásendi sem nemur sjálfvirkar staðsetningarupplýsingar á Straumnesfjalli.
Verkefnið var unnið í samvinnu við starfsmenn Neyðarlínunnar.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 3.9.2018

20170410_fotogiovannicolla_gcp_2570

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 140 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem. 

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 6. til 12. september.

Óðinn sendur til að aðstoða bát í vanda - 30.8.2018

Áhöfn varðbátsins Óðins var kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem varð olíulaus úti fyrir Akranesi. Óðinn lagði af stað með olíu til bátsins frá Reykjavík skömmu síðar. Þegar bátsverjar á Óðni voru komnir á staðinn kom í ljós að stýrisbúnaður bátsins væri laskaður. Áhafnir Óðins og björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ásgríms S. Björnssonar, fylgdu bátnum til hafnar á Akranesi 

Síða 1 af 7