Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.Veiðar nærri fjarskiptastrengjum - 16.1.2019

Strengir

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þurftu tvívegis að vara skipstjórnarmenn skipa við sem voru á veiðum nærri sæstrengjum um helgina. Landhelgisgæslan telur rétt að árétta að sjófarendur skuli sýna aðgæslu og gæta varúðar þar sem fjarskiptastrengir liggja í sjó.

Æft með Dönum í Reykjavík - 15.1.2019

Áhafnir varðskipanna Þórs og Hvidbjørnen héldu sameiginlega æfingu í Reykjavík á dögunum. Æfð var reykköfun og umönnun slasaðra. Áhafnir beggja skipa eru vel þjálfaðar og nýttu tækifærið þegar danska varðskipið var við bryggju í Reykjavík. Halldór Benóný Nellett, skipherra á Þór, segir að samstarf þjóðanna sé afar gott og Danir hafi reynst Landhelgisgæslunni vel í gegnum tíðina. Meðfylgjandi myndband sýnir frá þessari áhugaverðu æfingu.

Viðbúnaður vegna gangtruflana í 9000 tonna gámaflutningaskipi - 14.1.2019

Landhelgisgæslan setti varðskip, þyrlu og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum í viðbragðsstöðu laust eftir hádegi í dag vegna gangtruflana í 9000 tonna gámaflutningaskipi. Skipið var þá statt úti fyrir Reykjanesskaga og var næst landi um fjórar sjómílur SSA af Reykjanestá.

TF-SYN sótti bráðveikan sjúkling - 9.1.2019

Thyrlan-og-sjukrabill-vid-Holavoga

Bráðveikur maður var sóttur með TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í morgun. Vegna veðurskilyrða á Snæfellsnesi var ákveðið að sjúkrabíll færi til móts við þyrluna, vestan jökuls, vegna slæmra veðurskilyrða. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Leituðu af sér allan grun í Skerjafirði - 9.1.2019

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að neyðarblys hefði sést úti fyrir Skerjafirði skömmu fyrir hádegi í gær. Enginn bátur var þá í ferilvöktun í firðinum en engu að síður var ákveðið að senda björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Óðinn, eftirlitsbát Landhelgisgæslunnar, til leitar.  Á fjórða tímanum var leitinni hætt enda búið að ganga úr skugga um að engin neyð væri til staðar í firðinum.  

Kortakaka með kaffinu - 8.1.2019

20190108_094150

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru vanari því að lesa úr sjókortum og útbúa þau en að leggja sér þau til munns. Einhvern tímann er allt fyrst og í morgun var sjókort af Akranesi borðað með bestu lyst á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Tilefnið var ærið enda kom ný útgáfa af sjókortinu af Akranesi út rétt fyrir jólin og sömuleiðis var því fagnað að um þessar mundir er yfirfærslu síðasta sjókortsins yfir í nýjan hugbúnað að ljúka

Uppfærður flugleiðsögubúnaður kominn í TF-LIF - 8.1.2019

AEfing-med-Thor-8.1.2019

Um miðjan nóvember var ráðist í umfangsmikla uppfærslu á flugleiðsögubúnaði TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, og var kanadíska fyrirtækið Heli One fengið til verksins.  Flugvirkjar hafa undanfarnar vikur unnið dag og nótt við breytinguna á vélinni sem er nú loksins tilbúin með nýjan fullkomnari flugleiðsögubúnað.

Landhelgisgæslan leitar að flugvirkja - 4.1.2019

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum flugvirkja til að slást í samhentan hóp stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019.

Loftför Landhelgisgæslunnar í 278 útköll árið 2018 - 3.1.2019

TF LÍf í Grænlandi

Alls sinntu loftför Landhelgisgæslunnar 278 útköllum árið 2018 og hafa þau aldrei verið fleiri. Það er um 8% aukning frá árinu 2017 en þá fóru þyrlur og flugvél stofnunarinnar í 257 útköll. Strax í nóvember hafði met fyrra árs fallið en á síðasta ári voru 180 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförunum. Helmingur þeirra voru erlendir ríkisborgarar.

Georg Lárusson sæmdur riddarakrossi - 1.1.2019

Georg_1517939474488

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag Georg Kristinn Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Georg var einn fjórtán Íslendinga sem var þess heiðurs aðnjótandi að veita viðurkenningunni viðtöku en riddarakrossinn hlaut hann fyrir störf í opinbera þágu. Landhelgisgæslan óskar öllum orðuhöfum hjartanlega til hamingju.

Annáll 2018 - 31.12.2018

Thor-i-Flatey

Árið 2018 var viðburðaríkt hjá Landhelgisgæslunni fyrir margra hluta sakir og verkefnin sem starfsfólk Landhelgisgæslunnar fékkst við afar fjölbreytileg. Í annál Landhelgisgæslunnar má finna samantekt um helstu verkefni ársins.

Þrjú loftför Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss - 27.12.2018

Þrjú loftför Landhelgisgæslunnar voru kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð við brúna við Núpsvötn í morgun. Þyrlurnar TF-GNA og TF-SYN fluttu fjóra slasaða á Landspítalann í Reykjavík og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, var fengin til að aðstoða við fjarskipti og finna bestu flugleið fyrir þyrlurnar.

Gleðileg jól - 24.12.2018

IMG_3947

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Eðli starfsemi Landhelgisgæslunnar gerir það að verkum að fjölmargir starfsmenn stofnunarinnar verða til taks ef á þarf að halda yfir hátíðirnar. 

Gömul vísindi og ný - 19.12.2018

Gomul-visindi-og-ny-Isjaki-Thorben-Tyr

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, er mikill myndasmiður og hefur undanfarna áratugi tekið afar skemmtilegar myndir af því sem fram fer um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Nú nýverið vann Guðmundur til 1. verðlauna í árlegri ljósmyndasamkeppni sjómannablaðsins Víkings en alls bárust 163 myndir í keppnina að þessu sinni 

Sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna - 18.12.2018

IMG_0614_1545143791195

Á dögunum var sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna varðskipanna haldinn um borð í varðskipinu Þór sem var við bryggju í Hafnarfirði. Haldnar voru hinar ýmsu kynningar og námskeið.

Jólin komin hjá áhöfn Týs - 17.12.2018

48368016_10216295087022496_4894777908591067136_o

Áhöfnin á varðskipinu Tý situr ekki auðum höndum. Á dögunum fór hið árlega jólabingó fram í borðsal varðskipsins en spilaðar voru 16. umferðir og var einkennisklæðnaðurinn af skrautlegra taginu af því tilefni. Fyrr um kvöldið var boðið upp á dýrindis jólahlaðborð sem þær Rannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af. Þessi frábæra hefð hefur verið við lýði í nokkur ár og skapar skemmtilega jólastemningu um borð.

Síða 1 af 7