Loftför

Loftför

Öryggi - Þjónusta - FagmennskaTF-LIF

  • TF-LIF-LIF

TF-LIF kom til landsins árið 1995. Fjölmenni lagði leið sína að bækistöðvum Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll, til að fylgjast með því þegar þyrlan lenti þar í fyrsta sinn þann 23. júní árið 1995. Þrátt fyrir að þyrlan hafi verið keypt notuð til landsins var hún sem ný því henni hafði einungis verið flogið í 350 tíma þegar hún kom í þjónustu Landhelgisgæslunnar. TF-LIF hefur margsinnis sannað gildi sitt og hefur reynst þjóðinni og Landhelgisgæslunni afar vel allt frá upphafi.

Tæknilegar upplýsingar:

Árgerð: 1986
Kom til landsins: 1995
Gerð: Tveggja hreyfla þyrla af tegundinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1
Áhöfn: 2 flugmenn, 1 sigmaður, 1 spilmaður og 1 læknir, alls 5
Farþegar: 19

Hreyflar: 2stk. Turbomeca Makila IA1. 1783 hestöfl hvor.
Hámarkshraði: 150 sjóm/klst. (270 km/klst).
Hagkvæmur hraði: 125 sjóm/klst. (225 km/klst).
Leitarhraði: 90 sjóm/klst. (162 km/klst).
Hámarks flugdrægi: 600 sjóm. (1111 km).
Hámarks flugþol: 4:50 klst.
Mesta lengd á bol: 16.3 metrar.
Mesta lengd á skrúfuferli: 15.6 metrar.
Mesta breidd á bol: 3.4 metrar.
Mesta hæð á bol: 5 metrar.

TF-LIF getur tekið 5 sjúkrabörur.

Sérútbúnaður: Afísingarbúnaður (sem gerir kleift að fljúga í ísingu).
Fjögurra ása sjálfstýringu (sem gerir þyrluna AWSAR).
Tvöfalt björgunarspil (annað vökvadrifið og eitt rafmagnsdrifið til vara), leitarljós og vörukrók undir vélinni og er mesta lyftigeta um 3000 kg miðað við bestu aðstæður. Svo er þyrlan útbúin utanáliggjandi neyðarflotum sem blásast upp við nauðlendingu í sjó.

Hér má sjá umfjöllun Morgunblaðsins um komu vélarinnar árið 1995.  LIF-kemur

LIF-kemurUmfjöllun Morgunblaðsins í júní árið 1995.

TF-LIF_8586_1200-BaldurTF-LIF á flugi. Mynd: Baldur Sveinsson.

LIF-2004TF-LIF kom til landsins árið 1995. 

Sogulegt-sjukraflut-TYR-TF-LIFSögulegt sjúkraflug TF-LIF í ágúst 2018. Gassi_TF_LIF-1-TF-LIF Mynd: GassiTF-LIF-140604-venus