Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Kynningarbæklingur


Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Fréttayfirlit

Stórstreymt um Jólin - fullt tungl á Aðfangadag

20.12.2007

Fimmtudagur 20. desember 2007

Landhelgisgæsla Íslands – Sjómælingasvið vill vekja athygli á því að fullt tungl er á Aðfangadag og að vanda, stórstreymi því samfara. Það er því ástæða fyrir sjómenn og aðra að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi.

Flóðspá reiknast út miðað við venjuleg veðurskilyrði. Breytingar á veðri valda mismun á útreiknuðum og raunverulegum sjávarföllum því töflur yfir sjávarföll eru reiknaðar út miðað við meðalloftþyngd sem er við sjávarmál 1013 hPa (millibör).

Falli loftvog t.d. um 10 hPa má búast við hækkun sjávaryfirborðs um 0,1 m og öfugt. Blási af hafi þegar loftþrýstingur er lágur, mun sjávarhæðin vera meiri en taflan sýnir, og á hinn bóginn minni með frálandsvindi og háum loftþrýstingi.

Flodaspa_jol_2007
Þessar töflur má nálgast hér

Sjavarhaed_fjara
Skip liggur við bryggju á fjöru (mynd: Kristinn Helgason)
Sjavarhaed_flod
Sama skip við sömu bryggju á flóði (mynd: Kristinn Helgason)

Skýringarmynd má finna hér

Hægt er að sjá sjávarstöðuna í Reykjavík á flóðmæli við Miðbakkann hér

SRS 20.12.2007