Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Kynningarbæklingur


Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Fréttayfirlit

Fjögur útköll á fimmtán mínútum

1.11.2008

Laugardagur 1. nóvember 2008

Fjögur útköll bárust Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á aðeins fimmtán mínútum. Beðið var um aðstoð þyrlu við að flytja mann sem fallið hafði í klettum, í Hnappadal á Snæfellsnesi. Talið var að maðurinn væri ökla og viðbeinsbrotinn. Þyrla LHG, TF-EIR send á vettvang enda erfið aðkoma að slysstað og ekki unnt að flytja þann slasaða með öðrum leiðum.

Skömmu síðar barst útkall vegna 10 ára drengs sem slasaðist þegar hann féll í fram af klettabrún í nágrenni Reyðarfjarðar. Var TF-LÍF send af stað og var hún komin langleiðina austur þegar beiðnin var afturkölluð því ákveðið var að flytja drenginn með sjúkrabifreið til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Einnig barst beiðni um aðstoð vegna rjúpnaskyttu sem slasast hafði í Norðurárdal sem síðan fékk aðstoð ferðalanga við að komast undir læknishendur og vegna vélarvana báts á Faxaflóa. Var hann síðan dreginn til hafnar . Annasamur eftirmiðdagur hjá starfsmönnum  Landhelgisgæslunnar.

Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson starfsmaður LHG.

01.11.2008/HBS