Fréttayfirlit: júní 2002 (Síða 2)

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti snjóbrettakappa á Snæfellsjökul

Sunnudagur 9. júní 2002.Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:20 í dag vegna slasaðs snjóbrettakappa sem hlotið hafði slæma byltu á Snæfellsjökli.  Læknir óskaði eftir þyrlu til að sækja manninn.  Áhöfn TF-LÍF var kölluð út kl. 15:24 og var þyrlan komið í loftið kl. 15:54.  Lent var með hinn slasaða við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:12.Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands    

Sjúkraflug í rússneskan togara

Laugardagur  1. júní  2002.  Umboðsmaður rússneska togarans Nivenskoe hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl.13:04 í dag og óskaði eftir þyrlu til að sækja hjartveikan mann um borð í togarann sem var þá staddur á Reykjaneshrygg. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði þá samband við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir þyrlu til að sækja sjúklinginn.  Komið var að togaranum kl.19:30 og lenti þyrlan á Reykjavíkurflugvelli kl. 20:58. Sjúklingurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúiLandhelgisgæslu Íslands
Síða 2 af 2