Fréttayfirlit

Landhelgisgæslan hvetur eigendur skipa og báta að huga að þeim vegna veðurútlits

Vedurkort

Landhelgisgæslan bendir á að öldu- og vindáhlaðandi, samfara þeim lága loftþrýstingi sem spáð er, geti bætt talsvert við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefa til kynna, sérstaklega þar sem vindur stendur á land. Landhelgisgæslan hvetur því eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum til að huga að þeim við þessar aðstæður.

Æft um borð í Herjólfi

Reykkofun-Herjolfi

Varðskipið Þór er nú við eftirlit og önnur störf á miðunum í kringum landið. Þegar varðskipið var í Vestmannaeyjum á dögunum nýttu skipstjórnarmenn og reykkafarar Þórs tækifærið og kynntu sér aðstæður um borð í nýja Herjólfi

Landhelgisgæslan bar sigurorð af breska flughernum

614-OFFICIAL-20191206-055-198

Landhelgisgæslan bar sigurorð af konunglega breska flughernum í knattspyrnuleik um helgina. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur jafnaði metin með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma og markvörðurinn Stefán Logi Magnússon tryggði sigurinn í vítaspyrnukeppni. 75 ár voru frá síðasta leik liðanna en þá fór breski flugherinn með sigur af hólmi.

TF-LIF sótti veikan skipverja

TF-LIF-LIF

Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti síðdegis í gær veikan skipverja sem staddur var á fiskiskipi um 70 sjómílur austur af Djúpavogi. 

Kortavefsjá íslenskra sjókorta opnuð

Skjamynd_sjokortavefsja

Landhelgisgæslan opnaði í dag aðgang að vefsjá með íslenskum sjókortum. Stofnunin hefur á liðnum mánuðum átt í góðu samstarfi við Landmælingar Íslands og notið liðsinnis starfsmanna Landmælinga við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd.

Aðstoðar-yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í heimsókn

Georg-Kr.-Larusson-forstjori-Landhelgisgaeslunnar-tok-a-moti-James-Everard

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í vikunni á móti James Everard, aðstoðar-yfirmanni sameiginlegs herafla Atlantshafsbandalagsins.

Fjórum bjargað um borð í TF-EIR eftir að fiskibátur strandaði

STRAND

Fjórum mönnum var bjargað um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, eftir að fiskibátur strandaði í vestanverðum Þistilfirði. Björgunarskipið Gunnbjörg dró fiskibátinn til hafnar á Raufarhöfn. 

Áhöfnin á Þór aðstoðaði bát í vanda

1_1575026348644

Þegar varðskipið Þór var í nágrenni Þorlákshafnar á fimmta tímanum í dag hafði handfærabátur, sem var á leið til Þorlákshafnar, samband varðskipið og óskaði eftir aðstoð vegna vélarbilunar. Varðskipið var þá nýbúið að mæta bátnum sem var á innleið til Þorlákshafnar. Áhöfn varðskipsins brást skjótt við og tók handfærabátinn í tog með léttbát varðskipsins.

Fræðsla um snjóflóðaleit og nýtt björgunartæki

IMG_5552-2-

Áhöfnin á varðskipinu Tý fékk fræðslu um snjóflóð og snjóflóðaleit hjá Teiti Magnússyni, björgunarsveitarmanni. Þá æfði áhöfnin björgun úr sjó með nýju björgunartæki.

Tekið á því um borð í Tý

IMG_0699

Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa alltaf að vera til taks. Það er því mikilvægt að huga vel að að andlegri og líkamlegri heilsu. Áhöfnin á Tý er þar engin undantekning og stundar æfingar af miklu kappi á ferð sinni umhverfis landið. Að þessu sinni er áhöfnin svo heppin að með í för er Gígja Vilhjálmsdóttir, þjálfari, sem sér til þess að vel sé tekið á því, kvölds og morgna.

Fjórum bjargað um borð í TF-EIR eftir að fiskibátur strandaði

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-22-

21 tonna fiskibátur strandaði við Gölt á utanverðum Súgandafirði í kvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá bátnum klukkan 22:00 en fjórir voru um borð. Mönnunum var bjargað um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar á miðnætti.

Landhelgisgæslan fær mikilvæg tæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju

Gjof-5

Það var hjartnæm stund í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar fjölskylda Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur afhenti þyrlusveit Landhelgisgæslunnar mikilvægar gjafir. Um var að ræða fjórar lyfjadælur auk tveggja blóð og vökvahitara að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju sem lést af slysförum í október 2015, aðeins þriggja ára gömul.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Íslands hefst að nýju

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar breska flughersins til Íslands í næstu viku.

Línubátur strandaði við Rifstanga á Melrakkasléttu

Thyrluaefing-2-med-TF-GRO-a-Breidafirdi-8-

Línubátur strandaði við Rifstanga á Melrakkasléttu í morgun. Tveir voru um borð. Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn tókst að draga línubátinn af strandstað.

Sigurður Steinar jarðsunginn

_S4I6509

Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í gær. Fjölmenni var við útförina. Sr. Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur í Hafnarfirði, jarðsöng. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar vottaði Sigurði Steinari virðingu sína með því að standa heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkju.

Mannbjörg á Breiðafirði

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-10-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togbátbát sem staddur var norður af Stykkishólmi á tólfta tímanum í dag. Þrír voru um borð og var þeim bjargað um borð í fiskiskip sem var í grenndinni.

Síða 1 af 7