Fréttayfirlit

Stoltenberg heimsótti Landhelgisgæsluna

IMG_5876-Small-

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kynnti sér meðal annars varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands í heimsókn sinni til Íslands fyrr í vikunni. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón B Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs LHG, og Guðrún Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri, voru í hópi þeirra sem tóku á móti Stoltenberg við komuna til landsins.

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir flugslys við Múlakot

IMG_4275

TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, voru báðar kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöld vegna flugslyss við Múlakot í Fljótshlíð. Tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru með TF-EIR frá Reykjavík en báðar þyrlurnar lentu við lögreglustöðina á Hvolsvelli þar sem hinir slösuðu voru fluttir úr sjúkrabílum í þyrlurnar. Þyrlurnar fluttu tvo á Landspítalann í Fossvogi.

Fyrsta útkall Eirar

IMG_4261

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sitt fyrsta útkall síðdegis vegna slasaðrar göngukonu sem stödd var við Hásker á Öræfajökli. TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi klukkustund síðar. Læknir og sigmaður huguðu að konunni og studdu um borð í þyrluna. Flogið var með konuna á Freysnes þar sem ekki reyndist þörf á að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík.

Heimsókn frá varnar- og öryggismálafulltrúum NATO

IMG_5092

Á dögunum fékk Landhelgisgæslan heimsókn frá varnar- og öryggismálafulltrúum hinna ýmsu aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins. Að auki voru fulltrúar Svíþjóðar og Finnlands með í för. Samstarf á sviði öryggis- og varnarmála er afar mikilvægt en fulltrúarnir koma árlega til Íslands og kynna sér stöðu mála hérlendis.

Eftirlit í blíðskaparveðri

61287477_2315945961954657_2760145249417297920_n

Áhöfnin á varðskipinu Þór nýtti tækifærið og sinnti eftirliti við Reykjaneshrygg í blíðskaparveðri fyrr í vikunni. Að undanförnu hafa meðal annars þýsk, eistnesk, rússnesk og íslensk skip verið við veiðar á svæðinu en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur einnig verið við eftirlit á þessum slóðum. Meðal þess sem varðskipsmenn könnuðu var hvort aflinn væri rétt skráður og reyndist svo vera.

Áhöfnin á Þór fjarlægði rekald úr sjó

IMG_6578

Áhöfn flutningaskips sem var á leið frá landinu tilkynnti varðskipinu Þór um rekald á sjó vestan við Sandgerði í vikunni. Áhöfn varðskipsins brást hratt og örugglega við beiðninni og fjarlægði rekaldið úr sjónum. Þarna var á ferðinni plaströr með járni á endunum sem hefði geta reynst smærri skipum hættulegt.

Viðburðaríkir sólarhringar

IMG_3302-20-282-29

Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, skipverjar á varðskipinu Tý og áhöfn Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar, hafa haft í nógu að snúast undanfarna tvo sólarhringa.

Fjórtán fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar

Hof

Fjórtán voru fluttir slasaðir með loftförum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og Akureyri eftir rútuslys sem varð við Hof í Öræfum.

Flengur dró fiskibát til hafnar

IMG_2962-2-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á tólfta tímanum í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna úti fyrir Vatnsleysuströnd. Áhöfnin á varðskipinu Tý, sem var við æfingar skammt frá, brást hratt við beiðninni og fór til aðstoðar á léttbátnum Fleng sem dró bátinn til hafnar. Tveir voru um borð í fiskibátnum en þeim varð ekki meint af. 

Gátlisti fyrir strandveiðar

Gatlistibanner

Strandveiðar hófust í vikunni og eins og alltaf skiptir öllu máli að huga að örygginu. Samgöngustofa og Siglingaráð hafa útbúið stórgóðan gátlista með öllu því helsta sem vert er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda og auka líkur á ánægjulegri sjóferð. Listann má finna í hlekknum hér að neðan. Góða ferð!

Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi

Droni1

Landhelgisgæslan hefur fengið mannlausan dróna til notkunar sem gerður er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar en loftfarið verður hér á landi í þrjá mánuði. Á tímabilinu verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland. 

Staðnir að meintu ólöglegu brottkasti

Brottkast

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur undanfarna daga staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólöglegu brottkasti. Við reglubundið eftirlit á Íslandsmiðum náðust bæði myndir og myndbönd sem sýna hið meinta brottkast. Unnið er að rannsókn málsins en skipstjórar fiskibátanna eiga yfir höfði sér kæru vegna athæfisins. 

TF-LIF sótti veikan skipverja

Sogulegt-sjukraflut-TYR-TF-LIF

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipi vegna alvarlegra veikinda um borð. Skipið var þá á veiðum um 31 sjómílu suður af Reykjanestá. Ósk um aðstoð barst Landhelgisgæslunni laust fyrir átta í gærkvöldi og var skipverjinn kominn um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgælunnar um klukkustund síðar. Hann var fluttur á Landspítalann í Reykjavík.

Staðinn að meintum ólöglegum veiðum

Seint í gærkvöld urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes, sem hefur veiðiheimild innan íslensku fiskveiðilögsögunnar, var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð nr. 30 frá 2005. Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl innan ákveðinna marka suður og vestur af landinu.

Mikill viðbúnaður vegna elds í fiskibát

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning klukkan 17:51 um eld um borð í fiskibátnum Æsi sem staddur var vestur af Flatey á Breiðafirði. Þrír voru um borð. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sem var í löggæsluverkefni þegar útkallið barst. Að auki var varðskipið Týr beðið um að halda á vettvang sem og björgunarsveitir Landsbjargar á Snæfellsnesi.

Viðbrögð æfð við neyðarástandi í skemmtiferðaskipi

IMG_1370

Landhelgisgæslan, Samtök útgerða skemmtiferðaskipa á norðurslóðum (AECO) og leitar og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi, efndu til ráðstefnu og viðbragðsæfingar í Iðnó þar sem björgunarmál tengd siglingum skemmtiferðaskipa á norðurslóðum var til umfjöllunar. Þetta er í fjórða sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi.

Síða 1 af 7