Fréttayfirlit

Mikill viðbúnaður vegna elds í fiskibát

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning klukkan 17:51 um eld um borð í fiskibátnum Æsi sem staddur var vestur af Flatey á Breiðafirði. Þrír voru um borð. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sem var í löggæsluverkefni þegar útkallið barst. Að auki var varðskipið Týr beðið um að halda á vettvang sem og björgunarsveitir Landsbjargar á Snæfellsnesi.

Viðbrögð æfð við neyðarástandi í skemmtiferðaskipi

IMG_1370

Landhelgisgæslan, Samtök útgerða skemmtiferðaskipa á norðurslóðum (AECO) og leitar og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi, efndu til ráðstefnu og viðbragðsæfingar í Iðnó þar sem björgunarmál tengd siglingum skemmtiferðaskipa á norðurslóðum var til umfjöllunar. Þetta er í fjórða sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi.

Hamingjusamari áhafnir

Ljosmynd-2_1554983196622

Það er þjóðþrifamál að hafa hamingjusamar áhafnir en Landhelgisgæslunni er umhugað um vellíðan alls starfsfólks stofnunarinnar. Þess vegna var haldið sérstakt sérstakt námskeið um hamingju og vellíðan á vinnustað áður en varðskipið Týr hélt frá Reykjavík í gær. 

TF-SIF kölluð út vegna báts sem hvarf úr ferilvöktun

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu laust eftir hádegi um að handfærabátur væri horfinn úr ferilvöktun. Einn var um borð en síðast var vitað um bátinn undan Stóranesi, sunnan Glettinganess. TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar og björgunarsveitin Ísólfur voru kölluð út til leitar en samband náðist við bátinn um tveimur tímum eftir að eftirgrennslan  hófst.

Landhelgisgæslan tekur við formennsku í Arctic Coast Guard Forum

IMG_1334

Landhelgisgæsla Íslands tók í dag við formennsku í Arctic Coast Guard Forum, samtökum strandgæslustofnana á norðurslóðum, til næstu tveggja ára. Um er að ræða samráðsvettvang strandgæslustofnana átta norðurslóðaríkja en finnska strandgæslan hefur farið með formennsku í ráðinu undanfarin tvö ár. 

Landhelgisgæslan tók þátt í Polaris 2019

IMG_2223

Landhelgisgæslan tók þátt í stórslysaæfingunni Polaris 2019 sem fram fór í Finnlandi í dag. Átta þjóðir, sem mynda Arctic Coast Guard Forum, komu að æfingunni, en æfð voru viðbrögð við neyðarástandi um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Finnlands. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, tók þátt í æfingunni auk þess sem starfsmenn stofnunarinnar voru í aðgerðastjórn í samhæfingarstöð finnsku strandgæslunnar. 

Tvö útköll þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslysa

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var tvisvar sinnum kölluð út í dag vegna vélsleðaslysa. Í hádeginu var óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar eftir að vélsleðamaður féll í hlíðum Heklu. Sá var fluttur til Reykjavíkur. Síðdegis var aftur óskað eftir aðstoð þyrlunnar þegar annar vélsleðamaður slasaðist í Flateyjardal. Hann var fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Rússneskar herflugvélar á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu

Loftrymisgaesla_1551878624263

Seint í gærkvöld komu inni í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar til að auðkenna þær.

Jeppafólk staðsett með GSM-leitarbúnaði

TF-LIF-LIF

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að átta manns í þremur jeppabifreiðum við Langjökul aðfaranótt mánudags. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar studdist við GSM-leitarbúnað í fluginu. 

Útboðum lokið vegna framkvæmda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli

Útboðum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er lokið og er búist við að þær hefjist á næstunni. Um er að ræða fyrstu framkvæmdir á vegum bandarískra stjórnvalda á Íslandi síðan varnarliðið hætti starfsemi haustið 2006. 

Stórstreymt og hvöss suðvestan átt

Unspecified_1550677527731

Landhelgisgæslan vekur athygli á sérlega hárri sjávarstöðu næstu daga, en stórstreymt er á föstudaginn. Þá gerir veðurspá ráð fyrir hvössum suðvestan- og vestanáttum og hárri ölduhæð vestur af landinu fram á fimmtudag.

Óþekktar flugvélar komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land

Loftrymisgaesla_1551878624263

Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar til að auðkenna þær.

Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu

Gassi_TF_LIF-1-

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu milli Ólafsvíkur og Rifs. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt var óskað eftir aðstoð þyrlunnar sem tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar. Sjúkrabíll flutti sjúklingana á flugvöllinn á Rifi en þar lenti TF-LIF um klukkan fjögur í nótt. Þyrlan flutti þá slösuðu til Reykjavíkur. 

TF-EIR komin til landsins

IMG_4282

TF-EIR, ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins síðdegis í dag. Vélin færir Landhelgisgæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var en hún er önnur tveggja véla af gerðinni Airbus H225 sem leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi.

Æfðu Reykköfun á Ísafirði

53795350_365148817666905_544835207295926272_n

Varðskipið Týr er nú við eftirlit og önnur störf á miðunum í kringum landið. Áhöfnin á skipinu nýtti tækifærið á dögunum og efndi til reykköfunaræfingar um borð í Ísborgu ÍS250 á Ísafirði. Varðskipsmenn fóru með léttbát yfir í Ísborgu og æfðu viðbrögð við eldsvoða á hafi úti en slíkar æfingar eru mikilvægur liður í að viðhalda þjálfun og þekkingu skipverjanna á að bregðast við erfiðum aðstæðum.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju

Loftrymisgaesla_1551878624263

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.


Síða 1 af 7