Fréttayfirlit

Óðinn sinnti eftirliti í blíðskaparveðri

IMG_2828

Varðbáturinn Óðinn sinnti eftirliti skammt utan Reykjavíkur síðast liðinn föstudag í blíðskaparveðri. Báturinn nýtist sérlega vel við löggæslu og eftirlit á grunnslóð en verkefnin sem hann getur sinnt eru nánast óteljandi. Óðinn er í umsjá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar. Að þessu sinni voru stýrimenn og háseti af varðskipinu Tý með í för og heppnaðist eftirlitið vel.

TF-SIF stuðlaði að björgun fjölda fólks

TF-SIF

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, er komin heim til Íslands eftir langt og strangt úthald á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu. Vélinni var flogið til Malaga á Spáni þann 30. júlí og hafa áhafnir Landhelgisgæslunnar skipst á að sinna eftirlitinu sem fram fer á Miðjarðarhafi. 

1200 kíló af rusli með TF-LIF

20191015_111424-01

Áhöfnin á TF-LIF aðstoðaði Bláa herinn í vikunni með því að sækja 17 troðfulla sekki af fjörurusli sem vaskur hópur hafði fyllt í nokkrum ferðum sínum við Húshólma í nágrenni Grindavíkur. Samtals var um 1200 kíló af rusli ferjað í ruslagám í fimm ferðum þyrlunnar.

Spengjueyðingarsveitin kölluð út

Kassi1

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna torkennilegs kassa sem fannst við Elliðavatn. Landeigandi við vatnið brást hárrétt við og tilkynnti málið til lögreglu en í fyrstu var talið að dínamít væri í kassanum enda gáfu merkingar hans til kynna að í honum væri sprengiefni að finna. Við nánari athugun kom í ljós að einungis var um steina að ræða en allur er varinn góður.

Fjórir fluttir á sjúkrahús með þyrlum Landhelgisgæslunnar

20191012_135640_resized

TF-EIR og TF-GRO, þyrlur Landhelgisgæslunnar, fluttu fjóra á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys nærri bænum Gröf á Snæfellsnesi. 

Breiðafjörður kortlagður

Baldur-vid-maelingar-vid-solaruppras

Sjómælingaskipið Baldur hefur frá því í vor verið við sjómælingar á Breiðafirði en mælingaúthaldinu lauk fyrir skemmstu. Frá árinu 2017 hefur verið unnið að dýptarmælingum vegna fyrirhugaðrar útgáfu á nýju sjókorti í Breiðafirði sem mun ná frá Brjánslæk að Elliðaey við Stykkishólm og nær það því meðal annars yfir stærstan hluta af siglingaleið Breiðafjarðarferjunnar. 

Bangsanum Blæ bjargað

GBA_03

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, tók þátt í skemmtilegu samfélagsverkefni fyrr í dag þegar bangsanum Blæ var komið til bjargar og hann fluttur á leikskólann Laut í Grindavík. Barnaheill stendur fyrir vináttuverkefni þessa dagana þar sem bangsinn Blær er í aðalhlutverki en tilgangurinn er að kenna börnunum vináttu og virðingu.

Þyrlan kölluð út vegna báts í vanda á Bakkaflóa

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-22-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.


Eyddu virkri handsprengju nálægt Ásbrú

Eftir-sprengingu

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar eyddi virkri handsprengju sem fannst á svokölluðu Patterson svæði nálægt Ásbrú.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna sæþotu

IMG_1281

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á níunda tímanum í kvöld að konu á sæþotu væri saknað milli Akraness og Reykjavíkur.

F-35 orrustuþota ítalska flughersins lenti af öryggisástæðum á Akureyri

IMG_1275

Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til að flytja liðsmenn ítalska flughersins norður til að kanna ástand vélarinnar.

Vel heppnuð ráðstefna um konur og siglingar

970007223456860971_IMG_2629

Alþjóðasiglingadagurinn var í ár helgaður konum og af því tilefni stóð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að ráðstefnu í Hörpu í gær undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu að skemmtibáti á Vestfjörðum

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-14-

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu fyrr í kvöld að skemmtibáti sem strandaði á óþekktum stað á Vestfjörðum. Einn var um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr í dag. Þar sem um skemmtibát var að ræða var hann ekki í ferilvöktun hjá Vaktstöð siglinga og skipverjinn hafði ekki talstöð um borð.

Landhelgisgæslan fær vélmenni til sprengjueyðingar frá Dönum

NC2019-123

Landhelgisgæslan tók í vikunni á móti tveimur vélmennum til sprengjueyðingar frá danska hernum. Vélmennin eru þýsk og hafa undanfarinn áratug verið í eigu danska landhersins. Danir endurnýjuðu fyrir skemmstu vélmennin sín og ákváðu að því tilefni að gefa Landhelgisgæslunni tvö eldri vélmenni. Afar gott samstarf hefur verið milli danska landhersins og séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar undanfarna áratugi.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju

Loftrymisgaesla_1568993225020

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins til Íslands í næstu viku. Um 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur.

TF-LIF bjargaði fólki úr sjálfheldu

IMG_2622

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti þrjá ferðamenn sem urðu innlyksa við Langavatn til Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út eftir hádegi en vegna aðstæðna gekk erfiðlega að komast til fólksins landleiðina. Lögreglan á Vesturlandi ákvað því að óska eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn. TF-LIF tók á loft frá Reykjavík klukkan 14:44 og var lent við Langavatn rúmum tuttugu mínútum síðar. Þyrlan lenti með ferðamennina í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur.

Síða 1 af 7