Æft umhverfis gosið

Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson tók stórbrotnar myndir af þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á æfingu á dögunum.

  • TF-EIR-gosid

31.5.2021 Kl: 13:28

Í gegnum tíðina hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar stundað æfingar á Reykjanesi reglulega þar sem lögð er áhersla að æfa björgunarstörf í hlíðum fjalla á svæðinu. Óhætt er að umhverfið í Geldingadölum, þar sem sveitin hefur margoft æft, hafi breyst mikið síðan gos hófst á svæðinu í mars. Áhöfnin á TF-EIR æfði fjallabjörgun í nágrenni gossins á dögunum við afar góðar aðstæður. 

Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson var með þyrlusveitinni í för og tók stórbrotnar myndir af æfingu þyrlusveitarinnar með gosið í bakgrunni. 

Útsýni þyrlusveitarinnar var ekki amalegt þegar hífingar fóru fram fyrr í mánuðinum.

Flugstjornarklefi_1622468179095Útsýni flugmanna Landhelgisgæslunnar.

TF-EIR-vid-gosid-thyrluaefingarTF-EIR við gosstöðvarnar.

TF-EIR-GelingadalirKolbeinn Guðmundsson, stýrimaður og sigmaður, hífður um borð í TF-EIR með rennandi hraunið í bakgrunni.

3_1622468179091Læknir og stýrimaður sigu niður úr vélinni og í hurð þyrlunnar má sjá Hrannar Sigurðsson, flugvirkja og spilmann.

Hrannar-2Hrannar Sigurðsson, flugvirki og spilmaður, með gosið í bakgrunni.

4_1622468179010TF-EIR við gosið.

TF-EIR-a-flugiTF-EIR á flugi.

Kolbeinn-Gudmundsson-styrimadurKolbeinn Guðmundsson, stýrimaður og sigmaður, um borð í TF-EIR.