Áhöfnin á Þór í sínu fínasta pússi á páskadag og fann útilegukindur

Áhöfnin gæddi sér á kræsingum á Siglufirði þar sem skipið er statt.

  • 93156604_248063549680775_3004064615479902208_n

12.4.2020 kl: 20:31

Áhöfnin á varðskipinu Þór klæddi sig í sitt fínasta púss í tilefni dagsins og Bergvin Gíslason, bryti, framreiddi glæsilega páskamáltíð fyrir áhöfnina. Varðskipið er nú statt á Siglufirði en áhöfnin á Þór sinnir nú eftirliti á hafinu.

Eftir hádegi í dag fóru fimm áhafnarmeðlimir á léttbát varðskipsins út í Siglunes og héldu í hressingargöngu í blíðviðrinu. Í göngunni fundust 5 útigangskindur sem mikið er búið að leita að í vetur. Einn háseta varðskipsins er Siglfirðingur og hann kom skilaboðum til eiganda kindanna sem þakkaði kærlega fyrir og ætlaði að ná i þær sem fyrst. Kindurnar virtust vel á sig komnar eftir útiganginn í vetur enda nóg af sinu að bíta í Siglunesi.

Gleðilega páska.

93010057_602732726988125_245400262196330496_nBorðhaldið var með glæsilegasta hætti enda allir í sínu fínasta pússi.93193038_251285459593791_6406149377903034368_nÁhöfnin á varðskipinu Þór.93175510_1974103676048124_4328554279557136384_nBergvin Gíslason, bryti, eldaði dýrindis máltíð fyrir áhöfnina. 93292168_2662718523857317_3223531770653704192_nPáskaeggin voru á sínum stað. 92824505_961790557570718_6363495095613784064_n