Áramótaannáll Landhelgisgsæslunnar 2022

Verkefni Landhelgisgæslunnar voru fjölbreytt á árinu sem nú er að líða.

  • DSC_7570-copy

30.12.2022 Kl: 09:51

Þótt ótrúlegt megi virðast er árið 2022 nánast á enda og nýtt ár handan við hornið. Árið sem nú er að líða hefur verið býsna tíðindaríkt í starfi Landhelgisgæslunnar og verkefnin sem starfsfólkið hefur fengist við verið bæði fjölbreytt og sum hver óvenju krefjandi.

Eitt skýrasta dæmið um þetta eru miklar annir hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar. Endanlegar tölur um fjölda útkalla á árinu 2022 verða birtar snemma á nýárinu en líklegt má telja að um sé að ræða metár í fjölda útkalla þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.

Af einstökum málum sem settu svip sinn á störf Landhelgisgæslunnar á árinu má nefna umfangsmikla leit að lítilli flugvél, með fjórum innanborðs, sem fórst í Þingvallavatni og aðgerðum sem sneru að því að koma vélinni og fólkinu á land. 

Flugskyli

Þá var fyrsti hluti nýs flugskýlis Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli tekinn í notkun rétt fyrir áramót en bygging skýlisins mun bylta aðstöðu þeirra sem starfa í flugdeild Landhelgisgæslunnar. Áhafnir beggja varðskipa stóðu í ströngu og verkefni skipanna voru fjölmörg á árinu. 

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0141

Athygli vakti þegar áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, bakkaði inn Skutulsfjörð í slæmu veðri svo að unnt væri að koma manni undir læknishendur í Reykjavík.

IMG_E2528

 

Landhelgisgæslan tók þátt í alþjóðlegu æfingunni Norðurvíkingi á árinu og kafarar séraðgerðasveitar stóðu sig sérlega vel þegar steypt var fyrir olíuleka á El Grillo á botni Seyðisfjarðar. 

Annríki var á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og fór loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins þrívegis fram á árinu.

 Janúar

Óhætt er að segja að allra augu hafi verið á séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar þegar sveitin felldi við vindmyllu í Þykkvabæ í upphafi ársins. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Vísi.is en fyrirfram var viðbúið að nokkrar sprengingar þyrfti til að fella mylluna. Þær urðu eilítið fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir og að lokum féll vindmyllan.

https://youtu.be/aVTXeleKYwc

DSC06027

Í janúar urðu einnig þau gleðilegu tímamót hjá Landhelgisgæslunni að vaktin í stjórnstöð var í fyrsta sinn eingöngu skipuð konum. Þær Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir vöktuðu landið og miðin af einstakri röggsemi.

 

Image00004_1642163343841

Í byrjun ársins var öldumælisdufli á vegum siglingasviðs Vegagerðarinnar sleppt á Grímseyjarsundi. Varðskipið Freyja er vel búið krönum og við aðgerðina voru brautarkranar skipsins notaðir sem og sleppikrumlur krananna til að koma duflinu og legufærinu fyrir í sjónum.

Fridrik-Hoskuldsson-skpiherra-i-brunni

Friðrik Höskuldsson, skipherra, nýtti svokallað DP kerfi skipsins til að halda því nákvæmlega á þeim stað sem duflinu var sleppt. Búnaður Freyju gerir verkefni sem þetta mun skilvirkara og öruggara fyrir áhöfnina. 

Hér má sjá þegar öldumælisduflinu var sleppt:

https://youtu.be/iTJ2tdmivog

201019-F-QP712-0159

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófst í lok janúar með komu flugsveitar portúgalska flughersins hingað til lands. Þetta var í annað sinn sem Portúgalar taka þátt í verkefninu hér á landi en einnig annaðist portúgalski flugherinn loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir áratug. Flugsveitin kom til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur og um 85 liðsmenn sem höfðu aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

20220119_160429

Áhöfnin á varðskipinu Þór sjósetti öldumælisdufl ásamt legufærum undan Grindavík í janúar. Beita þurfti klókindum til að ná legufærunum upp sem fyrir voru á staðnum.

20220119_164535

Páll Geirdal, skipherra á varðskipinu Þór, sagði að áhöfnin hafi borið saman bækur sínar og á endanum fundið heppilega aðferð til verksins. ,,Við vorum búnir að hugsa aðeins hvernig við gætum náð upp legufærum eftir að öldumælisdufl slitna frá legufærum sínum. Ein hugmyndin var að nota dragnótastrengi sem er vírmanilla og sekkur. Hringt var í Gunnar L. Gunnarsson fyrrverandi stýrimann hjá Landhelgisgæslunni og athugað hvort hann vissi um strengi á lausu.“

20220119_164411

Eftir nokkur símtöl var Gunnar búinn að finna strengi fyrir áhöfnina hjá Nesfisk í Sandgerði og var haldið þangað til að sækja strengina. Ein lítil rúlla var í portinu sem hentaði vel til verksins. Að því búnu var haldið aftur um borð.

,,Við sigldum hring í kringum staðinn, lögðum strenginn utan um og settum lás að auki þannig að strengurinn hertist um legufærin. Þetta gekk afar vel hjá okkur og upp komu 2 milliból, tógi og eitt búnt af akkeriskeðju, alls um 700kg.“ Sagði Páll.

Febrúar

Asgrimur-Asgrimsson

Í byrjun febrúar stýrði Landhelgisgæslan umfangsmikilli leit að lítilli flugvél var saknað. Fjórir voru um borð í vélinni sem fannst á botni Þingvallavatns eftir rúmlega sólarhrings leit. Leitin var ein sú umfangsmesta sem farið hefur fram hér á landi. Samvinna viðbragðsaðila var afar góð í leitinni sjálfri sem og í aðgerðum sem sneru að því að koma vélinni og fólkinu aftur á land.

Johannes-Johannesson-flugmadur

Í eftirlitsflugi þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í febrúar kom áhöfnin á TF-GNA auga á stóra borgarísjakann sem varðskipið Þór sigldi fram á um hádegisbil í gær. Um leið og þyrlan lækkaði flugið niður yfir sjó við Bjarnarfjörð á Ströndum blasti þessi stóri og myndarlegi borgarísjaki við.

 

Borgaris-og-solsetur

Áhöfnin hélt fluginu áfram til að kanna hafís á þessum slóðum og hélt norðar til að athuga með enn stærri borgarísjaka sem tilkynnt hafði verið um. Á leið sinni að þeim stóra flaug þyrlan fram hjá litlum ísjaka sem var um 10x15 metrar. 

Thorarinn-Ingi-Ingason-borgaris

Er þyrlusveitin var komin nokkuð djúpt norður af Vestfjörðum blasti gríðarstór borgarísjaki við þyrlusveitinni, mun stærri en sá sem var í Húnaflóa. Um er að ræða ógnarstóran jaka og íshrafl og brot úr jakanum umhverfis hann. Áhöfn þyrlunnar framkvæmdi eina hífingu á jakanum. Sigmanni Landhelgisgæslunnar var slakað niður og á meðan flaug þyrlan hring um jakann. 

Freyja-5

Varðskipið Freyja tók  norskt loðnuskip í togi sem fékk veiðarfæri í skrúfuna um miðjan febrúar. Farið var með skipið að bryggju á Eskifirði. 

Fridrik-Hoskuldsson-og-Einar-Valsson

Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður, og Einar H. Valsson, skipherra á varðskipinu Freyju.

GOPR0896

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Freyju voru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem geisaði á landinu í lok febrúar. Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flaug með sérfræðing frá Landsneti til að kanna ástand rafmagnslína eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

https://youtu.be/GduD33OhRyY

Mars

Traustkonnun

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts almennings samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup. 87% þjóðarinnar ber mikið traust til Landhelgisgæslunnar.

Þetta er tólfta árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana og fyrir það erum við afar stolt og þakklát.

Stjornstod-LHG_1600695887473

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá erlendu flutningaskipi í byrjun mars sem var á leið frá Sandgerði til Evrópu en þá var töluverður leki var kominn að skipinu. Skipið var miðja vegu á milli Íslands og Færeyja og var óttast að skipið væri hugsanlega að sökkva.

Þegar í stað var varðskipið Þór, tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á TF-SIF kölluð út sem og varðskip og björgunarþyrlur frá Færeyjum en skipið var innan leitar- og björgunarsvæðis Færeyja á hafinu. Betur fór en á horfðist og tókst áhöfn flutningaskipsins að sigla því til hafnar í Fuglafirði.

Ahofn-Thors-leggur-af-stad-fra-vardskipinu

Skipstjóri grænlensks fiskiskips sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í mars og óskaði eftir aðstoð vegna veikinda eins skipverjans um borð. Varðskipið Þór var í grenndinni og hélt þegar á staðinn. Sjúkraflutningamenn úr áhöfn Þórs fóru frá varðskipinu á léttbát og sóttu sjúklinginn um borð í fiskiskipið.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og var hugað að sjúklingnum um borð í varðskipinu þar til þyrlan kom og sótti manninn. Hann var hífður um borð í þyrluna síðdegis í dag og flogið með hann til Reykjavíkur þar sem honum var komið undir læknishendur. Sjá má myndband af aðgerðinni hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=Iy057C1xWIQ

2022-11-25-2Skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var í grenndinni, brást skjótt við og tókst að kasta björgunarhring til skipverjans. Skömmu síðar komu skipsfélagar mannsins honum til bjargar á léttbát. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi.

 

20220326_102449

Áhöfnin á varðskipinu Freyju var kölluð út í lok mars til að kanna aðstæður við Bessastaði í Hrútafirði en þar hafði 15 metra langan hval rekið á land.

Image00003_1648564740524

Hvalurinn var nánast á þurru og á meðan beðið var flóðs voru taugar settar í sporð dýrsins. Nýta varð léttbáta skipsins til að toga dýrið út þar sem ekki reyndist unnt að koma Freyju nálægt landi sökum grynninga. Síðdegis á laugardag losnaði dýrið úr fjörunni og var það dregið að varðskipinu Freyju og tengt dráttartaug.

Búrhvalurinn var dreginn um 30 sjómílur norður af Horni þar sem því var sleppt utan við sjávarfallastrauma.

Apríl

Hopmynd_1649081905016

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Stephen Higham, skipherra flugvélamóðurskipsins Prince of Wales, sem kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl, auk 

_90A8099

Christopher A L‘Amie, skipherra breska herskipsins Richmond, í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.

Prince of Wales hefur ekki áður komið í erlenda höfn og því var Reykjavíkurhöfn fyrsti erlendi áfangastaður skipsins.

IMG_E1609

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði leit og björgun ásamt áhöfn bandaríska þyrlumóðurskipsins Kearsarge og þýsku freigátunnar FGS Sachsen djúpt suður af landinu í apríl.

IMG_E1477

Æfingin var liður í Norðurvíkingi 2022 og samstarf áhafnanna gekk sérlega vel.

IMG_E2502

 

                                    Útsýni Einars Valssonar, skipherra á Freyju, var ekki slæmt þegar hann fylgdist með gangi mála úr brú varðskipsins.                                                                                                                                                                            höfn Freyju æfði einnig uppgöngu.

NHC-hopmynd_1649348179972

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar hélt í apríl  35. fund North Sea Hydrographic Commission (NSHC).

Ráðið er eitt 15 svæðaráða Alþjóða sjómælingastofnunarinnar – IHO. Forstjórar sjómælingastofnana allra aðildarríkja NSHC; Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Þýskalands, Íslands, Írlands, Hollands, Noregs, Svíþjóðar og Bretlands sóttu fundinn.

ARL-ThOR

Hefur varðskipið Þór minnkað, er bandaríska herskipið Arlington svona stórt eða er sjónarhornið að blekkja? Þessi skemmtilega mynd var tekin af skipunum tveimur á æfingu áhafna þeirra í apríl en áhöfn varðskipsins tók þátt í Norður-Víkingi 2022.

IMG_6231

Landhelgisgæslan í mánuðinum einnig þátt í alþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni Dynamic Mercy, sem til margra ára hefur farið fram með þátttöku stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, ISAVIA og annarra björgunarmiðstöðva við Norður-Atlantshafið. Æfingin er árleg og á sér yfir fjörutíu ára sögu. Varðskipið Þór tók þátt í æfingunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar ásamt starfsmönnum í stjórnstöð Gæslunnar í Skógarhlíð. Þá tóku færeysku varðskipin Brimill og Tjaldrið sömuleiðis þátt. Ásgrímur L. Ásgrímsson útskýrði tilgang æfingarinnar.

https://youtu.be/egW0TPxq0jo

Italy-Iceland-F-35-5

Í apríl hófst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland með komu flugsveitar ítalska flughersins. Þetta var í sjötta sinn sem Ítalir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit vegna verkefnisins en flugsveit Ítala var seinast hér á landi árið 2020. Flugsveitin annaðist loftrýmisgæsluna ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, (NATO Control and Reporting Center-Keflavik).

IMG_5722.00_00_17_17.Still002

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út um miðjan mánuðinn vegna veikinda um borð í íslensku línuskipi sem var á veiðum 64 sjómílur vestur af Sandgerði. 

Þegar komið var að skipinu var farið yfir framkvæmd hífinganna með áhöfn skipsins sem kunni vel til verka og gengu aðgerðirnar afar vel í blíðskaparveðri. Meðfylgjandi myndband sýnir sjónarhorn sigmanns Landhelgisgæslunnar í umræddu útkalli.

https://youtu.be/Qg0-S1jxfXI

1_1651073508013

Landhelgisgæslan og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa átt í afar góðu samstarfi á undanförnum áratugum. Landhelgisgæslan treystir á björgunarskip Slysavarnafélagsins sem staðsett eru víða um land ásamt þrautþjálfuðum áhöfnum þeirra. Í lok apríl bauð Hjálparsveit skáta í Kópavogi nokkrum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á æfingu þar sem kunnátta og hæfni sveitarinnar kom berlega í ljós. 

Maí

Slokkviskjola

Áhöfnin á TF-EIR æfði notkun slökkviskjólunnar sem keypt var frá Kanada í fyrra. Fleiri æfingar af þessum toga fara fram næstu daga.

Æfingin fór fram í Skorradal og fór áhöfn þyrlunnar nokkrar með skjóluna en vatnið var sótt í Skorradalsvatn. Á þessum árstíma leggur Landhelgisgæslan mikið kapp á að æfa notkun skjólunnar sem tekur um 2000 lítra af vatni í hverri ferð. 

Ahafnir_1652091988095

Varðskipin Þór og Freyja eru sjaldnast á sama stað á sama tíma en í síðustu viku voru skipin bæði á Siglufirði. Bátsmennirnir Guðmundur St. Valdimarsson og Sævar Már Magnússon létu þetta tækifæri ekki renna sér úr greipum og tóku meðfylgjandi myndir af skipunum og áhöfnum þeirra við tilefnið.

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg þann 9. maí þegar harðbotna slöngubát með sex um borð tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Báturinn varðflvana í kjölfarið og rak stjórnlaust í átt að klettum suður af eyjunni, rétt utan við mynni Hestfjarðar. Farþegabátur sem staddur var í Djúpinu var fyrstur á vettvang, náði að koma taug yfir í slöngubátinn og dró hann í höfn.

IMG_1425

Fjölmörg sjúkraflug voru farin til Vestmannaeyja á árinu og voru mörg þeirra vegna þoku á flugvellinum. Í maí fór eitt slíkt flug fram þar sem áhöfnin lenti á bílastæði á Hamrinum.

 

IMG_6420

Eyþór Óskarsson stýrimaður og varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni lauk í maí námi í stjórnun (e. Management) við US Coast Guard Academy. US Coast Guard Academy er háskóli og sjóliðsforingjaskóli bandarísku strandgæslunnar sem útskrifar verðandi stjórnendur stofnunarinnar með háskólapróf á hinum ýmsu sviðum og er staðsettur í New London í Connecticut fylki. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, voru viðstaddir útskriftina. 

Utkall-Vestmannaeyjar

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í lok maí vegna franskrar ferðakonu sem féll fram af klettabrún á Heimaey. Konan féll um 15 metra og valt þar að auki aðra 15-20 metra niður snarbratta hlíð. Björgunarsveitarfólk frá Vestmannaeyjum komst að konunni sjóleiðina og hlúði að henni þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang. Sigmaður þyrlunnar seig niður til konunnar sem var hífð um borð í þyrluna og flutt á Landspítalann í Fossvogi.

El-Grilo-verkefni-2022-133-

El-Grilo-verkefni-2022-144-

Í lok mánaðarins vann áhöfnin á varðskipinu Freyju ásamt köfurum Landhelgisgæslunnar að því að stöðva leka sem kominn var úr tveimur opum á tönkum olíuskipsins El Grillo. Steypt var í tankana en ekki var um sömu op að ræða og steypt var í fyrir um tveimur árum.

Júní og júlí

Nordmenn

Yfirmenn norsku strandgæslunnar heimsóttu Landhelgisgæsluna í júní og kynntu sér starfsemi, verkefni og tækjakost stofnunarinnar.
Allar þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar verða að gangast með reglulegu millibili undir svokallaða HUET-þjálfun og á það jafnt við um flugmenn, sigmenn, spilmenn og lækna. Markmiðið er að allir um borð séu undir það búnir að geta komist úr þyrlu sem þarf að lenda í sjó eða á vatni. Slík þjálfun fór fram í Rotterdam í júní.

https://youtube.com/shorts/x63-GaBf-jA?feature=share

Sperra-flugskyli

Mikil eftirvænting ríkti við flugskýli Landhelgisgæslunnar í júní þegar fyrsta sperra nýs flugskýlis var reist.

Hopmynd_1655119344679

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur. Fjölmenni lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur þar sem gestum bauðst að sigla með varðskipinu Þór. Venju samkvæmt sýndi þyrlusveitin hvernig björgun úr sjó er framkvæmd í Reykjavíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn og í höfninni á Akranesi.

 

https://www.youtube.com/watch?v=wAR3LVWPoCE

Gildey2

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Michael M. Gilday, æðsta embættismanni bandaríska flotans, í Skógarhlíð um miðjan júní. Gildey kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar og heimsótti meðal annars stjórnstöð Gæslunnar og flugdeild. Þá fór hann í æfingar og eftirlitsflug með þyrlusveit stofnunarinnar.

DSC00633

Mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismál innan Landhelgisgæslu Íslands á undanförnum árum. Einn liður í þeirri vegferð var uppsetning veglegra rafhleðslustöðva á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vígði hleðslustöðvarnar í júní.

Image00002_1656422278209

Image00001_1656422269523

Flugmenn Landhelgisgæslunnar þurfa reglulega að gangast undir ýmiskonar þjálfun. Hluti af henni er þjálfun í sérstökum flughermi í Frakklandi. Slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla strangar flugöryggiskröfur. Hver flugmaður þarf að lágmarki að fljúga 200 heildarflugstundir á ári, 180 í þyrlu og um 20 í flughermi til að viðhalda hæfni sinni til að sinna leitar- og björgunarflugi. Í júní voru flugmennirnir Andri Jóhannesson, Lárus Helgi Kristjánsson og Björn Brekkan Björnsson staddir í Frakklandi þar sem þeir gengust undir þjálfun í flughermi.

 

Timburfraendi

Sóknarnefnd Miðgarðakirkju hafði samband við Landhelgisgæsluna í upphafi ársins og vildi kanna hvort mögulegt væri að flytja byggingarefni með varðskipinu Þór frá Reykjavík vegna framkvæmda á nýrri kirkju í Grímsey í stað þeirrar sem brann fyrir tæpu ári.

Grjoteythor

Okkur var bæði ljúft og skylt að verða við þessari bón. Fyrir skipulagða eftirlitsferð varðskipsins frá Reykjavík var sex brettum af grjóti og um sex tonn af timbri komið fyrir í varðskipinu í Reykjavík og siglt með efnið norður í Grímsey. Grjótið var flutt beint í eyna en timbrinu var komið fyrir á Dalvík.

Grimsey-1

Landhelgisgæslan tekur stolt þátt í þessu mikilvæga samfélagsverkefni og það er afar ánægjulegt að geta lagt okkar lóð á vogarskálina við framkvæmdir á nyrsta kirkjubóli landsins. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var með varðskipinu í för og heimsótti Grímsey þegar byggingarefninu var komið til skila.

Image_67204353

Í lok júní tók áhöfnin varðskipinu Þór þátt árlega hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni Hornstrandir. Alls voru fimm tonn af rusli flutt með varðskipinu.

Ágúst

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0030_snyrt

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, tók í gær þátt í afar skemmtilegu samfélagsverkefni á Austurlandi þegar brúarbitar, göngubrú og vatnstankar voru flutt með þyrlunni.

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0084

Í upphafi hélt áhöfnin beint frá Reykjavík að Hengifossi og lenti á túni skammt frá fossinum þar sem búið var að koma brúarbitum og handriðum fyrir. Smiðir voru teknir um borð í þyrluna og fluttir upp að brúarstæðinu. Að því búnu var brúarbitunum og handriðunum komið fyrir á sínum stað með aðstoð þyrlunnar.

Danir-loftrymisgaesla

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófst í ágúst með komu flugsveitar danska flughersins. Þetta var í fimmta sinn sem Danir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi, síðast árið 2018.

_90A2862

Söguleg tímamót urðu hjá Landhelgisgæslu Íslands í gær þegar formlega var gengið frá sölu varðskipanna Týs og Ægis og þau afhent nýjum eiganda. Afsal vegna sölu skipanna var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og að undirritun lokinni fór fram virðuleg kveðjuathöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn. 

_90A2929

Fyrrverandi skipverjar drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. Georg Kr. Lárusson, forstjóri, tók við fána Ægis og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, tók við fána Týs. Þar með lauk áratuga farsælli sögu skipanna í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

https://youtu.be/4MjxQlShtC0

20220826_094137

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall í lok ágúst. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smábátahöfninni í Reykjanesbæ. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út á mesta forgangi en áhöfn þyrlunnar var að undirbúa æfingarflug og gat brugðist skjótt við og hélt þegar af stað á vettvang. Betur fór en á horfðist og var báturinn tekinn í tog til hafnar. Engann sakaði.

https://youtu.be/5frrlKJUZTs

301309311_1083722632537647_9002082768575373632_n

Í ágúst fór fram umfangsmikil björgunaræfing um borð í farþegaskipinu MV Quest undan ströndum Longyearbyen á Svalbarða. Æfingin er hluti af samstarfsverkefninu ARCSAR sem Landhelgisgæslan tekur þátt í ásamt öðrum björgunaraðilum, háskólum og einkafyrirtækjum. Landhelgisgæslan leiddi kipulagningu æfingarinnar 

September

36-F-99-keyrir-fyrir-AEGIR-II

Þann 1. september var liðin hálf öld liðin frá því að íslensk stjórnvöld færðu fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur. Með útfærslunni hófst annað þorskastríðið og togvíraklippunum var beitt í fyrsta sinn með góðum árangri.

TF-SIF_1662387036247

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hélt af landi brott í byrjun mánaðar og annaðist landamæraeftirlit við Ermasund á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu til jóla. Um afar mikilvægt framlag Íslands er að ræða við vörslu ytri landamæra Evrópu.

Vardskipid-Thor-2022

Áhöfnin á varðskipinu Þór flutti í september 16 bretti af grjótskífum í landi á Grímsey. Alls er um 11 tonn af grjóti að ræða sem notað verður vegna byggingar á nýrri kirkju í eynni.

Dronaeftirlit-8-

Í sumar var þyrludróni gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar. Um tilraunaverkefni var að ræða í samstarfi við Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA. Verkefnið heppnaðist vel en tilgangurinn var að kanna hvort og hvernig tæki sem þetta gagnist Landhelgisgæslunni við leit, björgun og eftirlit á hafinu.

Dronaeftirlit-24-

Sérstakur pallur var settur upp á þilfari varðskipanna þar sem dróninn gat tekið á loft og lent.

306724236_450367490455840_619561573320256730_n

Varðskipið Freyja fékk kærkomna yfirhalningu í Noregi og er glæsilegt í litum Landhelgisgæslunnar.

Beitir-med-hvalshraeid-a-perunni-2

Í september barst Landhelgisgæslunni gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, sem gaf til kynna að olía væri að koma frá fjölveiðiskipinu Beiti TFES sem var að veiðum djúpt austur af landinu. Landhelgisgæslan fær gervitunglamyndir reglulega sendar til að greina mengun og skipaumferð í efnahagslögsögunni. Eftir nokkra athugun kom í ljós að um hval á peru skipsins væri að ræða sem áhöfn skipsins hafði ekki hugmynd um. Þetta óvenjulega mál sýndi að fjareftirlit sem þetta er langt á veg komið.

Sprengjuserfraedingur-a-aefingu

Um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum komu til landsins í september vegna Northern Challenge sem er árleg æfing sprengjusérfræðinga. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum, sem koma hvaðanæva að úr heiminum, einstakt tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða.

Október

Image00007_1665576634691

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, var sæmdur orðunni Ordre du Mérite Maritime af Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, í móttöku í bústað sendiherrans í október.

Georg tók við orðunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar en í ávarpi sendiherrans kom fram að orðan væri meðal annars veitt fyrir að stuðla að góðum samskiptum og samstarfi franska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar auk þess fyrir að greiða götu franskra skipa hér við land á undanförnum árum.

Image00039

Áhöfnin á varðskipinu Þór og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar héldu sameiginlega æfingu um borð í varðskipinu í október þegar skipið var við bryggju á Akranesi. Reykköfunaræfing fór fram í lest varðskipsins og að henni lokinni voru ,,slasaðir" hífðir upp frá spildekki Þórs með stigabíl slökkviliðsins.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í langt sjúkraflug á haf út í mánuðinum vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var um 160 sjómílur út af Garðskaga. Sjúklingurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðgerðir gengu.

https://youtu.be/8IYuuiAqFfk

EF-AVA-og-vardskipid-Thor-Arni-Saeberg

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið EF AVA til Reykjavíkur í lok október eftir að það varð vélarvana í kjölfar sprengingar í vélarúmi þess.  Dráttarbátar Faxaflóahafna drógu skipið síðasta spölinn til hafnar.

Tundurdufli-eytt-og-sprengt

Þann 24. október hafði skipstjóri íslensks togskips samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að djúpsprengja hefði komið í veiðarfæri skipsins. Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og hélt áleiðis til Siglufjarðar en skipið var á siglingu norður af landinu og áætlaði að landa í bænum. Séraðgerðasveitin hélt strax til móts við skipið á slöngubát og eyddi tundurduflinu í kjölfarið.

https://youtu.be/wUlaWpIuq8A

Nóvember

Image00010_1667403805803

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Patman kynnti sér starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, sjómælinga, séraðgerðasveitar og flugdeildar.

FIFI-slokkbibyssur

Varðskipið Freyja er vel tækjum búið. Þar er meðal annars að finna voldugar slökkvibyssur sem eru ákaflega afkastamiklar. Þær geta dælt um 7200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu. Í október fór fram æfing með slökkvibyssum varðskipsins. 

Ahofn-ad-storfum

Varðskipið Þór dró togskip til hafnar í Reykjavík í nóvember. Skipstjóri togskipsins hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar óskaði eftir aðstoð þegar skipið var statt 16 sjómílur vestur af Látrabjargi.

https://youtu.be/RJ5B7FM9yMg

2022-11-25-2

Himininn var fagur og kvöldið kyrrlátt þegar þessar fallegu myndir voru teknar á Reykjavíkurflugvelli af TF-GNA, þyrlu Landhelgisgsæslunnar.

Flugskyli

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæsluna gengur sérlega vel eins og sjá má á þessum myndum sem teknar eru með tveggja vikna millibili. Fyrir áramót var byrjað að nota sjálft flugskýlið og í vor er gert ráð fyrir að skrifstofuhluti þess verði tilbúinn.

Desember

 

Image00001_1670239469549

Umfangsmikil leit fór fram að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi norðvestur af Garðskaga í upphafi mánaðarins. Þyrlur, varðskip, fiskiskip og björgunarskip voru kölluð út til leitar og þegar mest var voru fimmtán skip við leit að manninum. Neðansjávarfar var einnig nýtt við leitina sem skilaði engum árangri.

https://youtu.be/0LL9CvLwdvY

Image00001_1670504066761

Hin árlega jólastund Landhelgisgæslunnar var haldin í nýja flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flutti ræðu þar sem hann fjallaði um þann kraft sem einkennt hefur stofnunina á árinu

_gjf5261_52559274811_o

Níu tonn af hlýju frá Íslandi voru um borð í kanadískri herflutningavél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Úkraínu um miðjan mánuðinn. Um að ræða vetrarútbúnað fyrir varnarsveitir Úkraínu og almenning sem er annars vegar afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga og hins vegar kaup utanríkisráðuneytisins á margvíslegum vetrarbúnaði.

_gjf5281_52558825432_o

Ljosmynd-1_1671109792896Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við Skagaströnd í um miðjan desember. Þar náði Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Freyju, þessari mögnuðu mynd.

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.