Árleg mengunarvarnaræfing í nágrenni Reykjavíkur

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði notkun mengunarvarnarbúnaðarins um borð.

  • IMG_5275

4.5.2021 Kl: 14:55

Í vikunni hélt áhöfnin á varðskipinu Þór árlega æfingu þar sem notkun mengunarvarnabúnaðar varðskipsins var æfð.

 Mengunarvarnargirðing varðskipsins Þórs, sem er um 300 metra löng, var dregin út auk þess sem olíudæla skipsins var sett í hafið. Hlutverk hennar er að dæla olíu úr sjó og um borð í varðskipið. 

Dráttarbáturinn Leynir var sömuleiðis fenginn til aðstoðar við æfinguna. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu fylgdust æfingunni sem gekk afar vel að þessu sinni.

Meðfylgjandi myndband tók Sævar Már Magnússon.

Æfing

IMG_5299Æfingin fór fram í nágrenni Reykjavíkur.

IMG_5290Mengunarvarnargirðingin um borð í varðskipinu var sett í hafið sem og olíudælan sem sést hér á myndinni.

IMG_5275Fulltrúar Samgöngustofu fylgdust með æfingunni og dráttarbáturinn Leynir var fenginn til aðstoðar. 

IMG_5271Áhöfnin á varðskipinu Þór.

IMG_5274Olíudælan í notkun.