Ástand rafmagnslína kannað

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kannaði ástand rafmagnslína ásamt sérfræðingi Landsnets.

  • GOPR0896

23.2.2022 Kl: 10:40

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur verið í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem geisað hefur í vikunni. Síðdegis í gær flaug áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar með sérfræðing frá Landsneti til að kanna ástand rafmagnslína. 

 Þyrlan flaug frá Reykjavík í átt að Sultartangalínu 1 þar sem vitað var um bilun í tilteknu mastri sem var skoðað og myndað. Að því búnu var haldið inn í Þjórsárdal og flogið upp með Búrfelli í átt að Sigöldulínu 4 og ástand hennar kannað. Þegar því var lokið var haldið aftur heim til Reykjavíkur þar sem þyrlan lenti á áttunda timanum í kvöld. 

Meðfylgjandi myndbönd gefa innsýn inn í flug gærdagsins.

 

Rafmagnslínur