Mikilvægt að geta brugðið sér í ólík hlutverk á æfingum

Vel heppnuð æfing þyrlusveitar og áhafnarinnar á Þór

  • IMG_5250

1.3.2024 Kl: 12:35

Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafna varðskipa Landhelgisgæslunnar. Allir hafa sitt hlutverk og kunna réttu handtökin. Þá er einnig mikilvæg að geta skipt um hlutverk ef svo ber undir.
Skipherrar varðskipanna eru þar engin undantekning og á dögunum brá Páll Geirdal, skipherra, sér í hlutverk dekkstjóra á þyrlubjörgunaræfingu og rifjaði einnig upp gamla takta sem kranamaður.
Páll hafði engu gleymt og æfingin heppnaðist eins og best verður á kosið.
IMG_5248Anton Örn, sigmaður, sígur úr þyrlunni. 
IMG_5249Tekið á móti sigmanninum. 
IMG_5250Anton Örn og Páll Geirdal.
IMG_5256Um borð í varðskipinu Þór.