Yfirmaður framkvæmda fyrir 1. flotadeild Dana og skipherra HDMS Thetis heimsækja Landhelgisgæsluna

  • Cpt_Walter_Cdr_Ryberg

Föstudagur 2. nóvember 2007

Í dag heimsóttu Cpt. Jens Walther, yfirmaður framkvæmda fyrir 1. flotadeild Dana og Cdr. (sg) Henryk Ryberg, skipherra á HDMS Thetis, Landhelgisgæsluna. Í heimsókninni funduðu þeir með Georg Lárussyni, forstjóra og kynntu þeir sér starfsemi deilda LHG. Þessi heimsókn er hluti af sívaxandi samstarfi Landhelgisgæslunnar við nágrannaríkin á sviðum leitar og björgunar, landhelgisgæslu og eftirlits á hafinu umhverfis landið.

Cpt_Walter_Cdr_Ryberg
Cpt. Walther, Árni Þór Vésteinsson, Georg Lárusson og Cdr. Ryberg.

SRS 02.11.2007