Tómas Helgason flugstjóri lætur af störfum eftir 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands

  • TF_SYN_lowpass_REK0001

Föstudagur 2.nóvember 2007

Í dag lét Tómas Helgason flugstjóri af störfum eftir tæplega 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands. Tómas hóf störf hjá Landhelgisgæslunni í febrúar árið 1973 og starfaði þá á fyrstu Fokker flugvélinni, TF-SYR. Eftir um 15 ára starf á flugvélinni starfaði hann sem þyrluflugmaður og flugstjóri í allnokkur ár, þar til hann snéri sér alfarið að flugi á núverandi Fokker vél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN. Þeirri vél hafði hann jafnframt flogið samhliða þyrlufluginu. Tómas er eftirsóttur vinnufélagi, enda góður félagi með eindæmum og mikill fagmaður. Hefur ferill hans hjá Landhelgisgæslunni verið einstaklega farsæll. Þess má geta að starfsferlinum lauk Tómas í dag, á 65 ára afmælisdegi sínum, þegar hann flaug TF-SYN frá Aberdeen á Skotlandi til Reykjavíkur. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar samstarfsfélagar Tómasar fögnuðu honum við komuna til Reykjavíkur.

TF_SYN_lowpass_REK0001
TF-SYN yfir Reykjavíkurflugvelli (mynd: Gunnar Örn Arnarson)

Tomas_Helgason_65
Tómas Helgason flugstjóri við komuna til Reykjavíkur

Tomas_Helgason_haettir_hopur0001
Hópur samstarfsmanna var saman kominn í flugskýli LHG til að samfagna
Tómasi (mynd: Gunnar Örn Arnarson)

TF_SYN_fagnad0001
Viðhafnarmóttökur (mynd: Sigríður Ragna Sverrisdóttir)

Tomas_Helgason_kvedjugjof0001
Tómas tekur við viðurkenningum og hamingjuóskum frá
Svanhildi Sverrisdóttur og Georgi Lárussyni (mynd: Gunnar Örn Arnarson)

SRS 02.11.2007