Varðskip dregur togarann Örvar HU-2 til hafnar

  • Orvar_dreginn_til_hafnar_30032008

Laugardagur 29. mars 2008

Í gærkvöldi klukkan 21:12 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/ Vaktstöð Siglinga kall frá Örvari HU-2, sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna á Eldeyjarbanka. Örvar HU-2 er 1199,4 brúttótonna togari frá Skagaströnd. Varðskip var tafarlaust sent á staðinn og um miðnættið hafði tekist að koma taug á milli skipanna. Taugin slitnaði þó fljótlega en nokkuð greiðlega gekk að koma nýrri taug á milli skipanna. Veður á svæðinu er sæmilegt, vindur norðaustan um 20 hnútar og nokkuð ókyrrt. Skipin eru væntanleg til Hafnarfjarðar í dag um klukkan 13:30.

Orvar_dreginn_til_hafnar_30032008_4
Taug komin á milli skipanna (Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

Orvar_dreginn_til_hafnar_30032008_2
Örvar kominn við síðu varðskipsins (Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

Orvar_dreginn_til_hafnar_30032008
Varðskipið kemur með Örvar HU-2 til hafnar (Mynd: Gunnar Örn Arnarson)

29.03.2008 SRS