Hraungossprungan á Fimmvörðuhálsi

  • Lif1

Sunnudagur 21. mars 2010 kl. 04:10 og kl. 10:00

Aðfaranótt sunnudags kl.00:23 bárust boð til viðbragðsaðila frá Neyðarlínunni um að byrjað sé að gjósa í Eyjafjallajökli. TF-LÍF var kölluð út og fór þyrlan í loftið frá Reykjavík kl. 01:41, með í fluginu var Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. Vegna hugsanlegrar ösku var farið að Krisuvík og þaðan til suðurs og 10 sml suður fyrir Surtsey. þaðan haldið austur að jöklinum og þar til norðurs. Á þessari leið var vonskuveður og sóttist ferðin hægt.

Þegar komið var nær landi var klifrað í 7000 fet og blasti þá eldstöðin við. Flogið í hringi að sunnan og austanverðu við gosið. Náðist að staðsetja gosið að nokkru leiti. Gosið er í norðanverðum Fimmvörðuhálsi á sprungu sem er um 500-1000 metrar að lengd og liggur til NA-SV, sáust 15 strókar en ekki sást hvort eitthvað hraun rann frá þeim. Ekki leit út fyrir að neitt gos væri undir jökli en ekki var hægt að útiloka það.

Eftir þetta var haldið til Vestmannaeyja til eldsneytistöku. Þaðan var haldið um Krísuvík til Reykjavíkur. Lent var í Reykjavík kl. 06:01. TF-SIF fór kl. 03:58 með jarðvísindamenn og ljósmyndara austur að Eyjafjallajökli til að staðfesta upptök gossins og taka ljósmyndir og kanna aðstæður, lenti flugvélin aftur í Reykjavík kl. 07:25.

Eyjafjjokullgos

Eyjafjjokull2gos

EyjafjallajokullGos

Myndir af gosstöðvunum teknar með eftirlitsbúnaði TF-Sifjar.