TF-GNÁ sækir sjúkling um borð í rússneska togarann Aleksey Anichkin

  • AlekseyAnakin

Sunnudagur 20. júní 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegi í dag vegna skipverja með hugsanlega nýrnasteina um borð í rússneska verksmiðjutogaranum Aleksey Anichkin sem staddur var um 25 sjómílur vestur af Reykjanesi.

TF-GNÁ fór í loftið kl. 12:30. Þegar komið var að togaranum sigu sigmaður og læknir niður í skipið, var sjúklingur síðan hífður upp í þyrluna á börum. Lagt var af stað frá skipinu kl.13:20 og haldið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 13:40.

©Ljósmynd af Aleksey Anichkin Markús K Valsson 2009