Leit á Möðrudalsöræfum

Miðvikudagur 17. maí 2006.

Leit að Pétri Þorvarðarsyni, 17 ára gömlum Egilsstaðabúa, hefur enn engan árangur borið.  Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í leitarstörfum með því að senda stýrimann með þyrlu af danska eftirlitsskipinu Triton og einnig hefur þyrla Varnarliðsins komið að leitinni samkvæmt samningi við Landhelgisgæsluna. 

Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur flutt björgunarsveitarmenn frá Reykjavíkursvæðinu austur og til baka aftur auk leitarhunda. 

Meðfylgjandi myndir tók Thorben J. Lund yfirstýrimaður hjá LHG úr þyrlu danska eftirlitsskipsins Tritons meðan á leitinni stóð.

Fyrirhugað er að Landhelgisgæslan taki virkan þátt í leitinni sem skipulögð hefur verið um helgina.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.Stór hluti leitarsvæðisins sést á þessari mynd sem tekin var úr þyrlu Tritons, eftirlitsskips danska sjóhersins.


Danski sjóherinn hefur ávallt brugðist mjög vel við beiðnum Landhelgisgæslunnar um aðstoð og útvegaði að þessu sinni björgunarþyrlu með áhöfn í 50 klukkustundir til leitarinnar.


Leitað milli hamraveggja í gljúfrinu fyrir ofan Dettifoss.