Fóru í loftið aðeins 19 mínútum eftir að útkallið barst

  • Lif1

Sunnudagur 6. febrúar 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:33 á sunnudag, beiðni frá lækni á Selfossi, um útkall þyrlu fyrir sjúkraflug í grennd við félagsheimilið Árnes. Var þyrluáhöfn ekki á flugvelli þegar útkallið barst en athygli vekur gott viðbragð þeirra því TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli nítján mínútum síðar eða kl. 17:57 og lenti á veginum við Árnes kl. 18:27 þar sem sjúkrabifreið beið með sjúklinginn. Var hann færður yfir á þyrlubörur og um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 18:39 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:13.