Alls 42 skip að karfaveiðum á Reykjaneshrygg - þar af 9 sjóræningjaskip

Þriðjudagur 19. apríl 2006.

Landhelgisgæslan hefur upplýsingar um 42 karfaskip á NEAFC svæðinu á Reykjaneshrygg. 

Skip frá aðildarlöndum NEAFC, öðrum en Íslandi, eru 27 talsins og eru frá eftirtöldum ríkjum:  5 skip frá Spáni, 15 skip frá Rússlandi, 1 skip frá Litháen, 1 skip frá Lettlandi, 1 skip frá Portúgal, 1 skip frá Noregi, 1 skip frá Færeyjum, 1 skip frá Þýskalandi, 1 skip frá Grænlandi.  Auk þess eru 6 íslensk skip á svæðinu.

Sjóræningjaskipin eru 9 talsins en þar af eru 8 skráð í Georgíu.  Það eru skipin Carmen, Dolphin, Eva, Isabella, Juanita, Rosita, Pavlovsk og Ulla.  Svo er eitt sjóræningjaskip frá Hondúras en það heitir Santa Nikolas.

Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, fór nú síðdegis í eftirlitsflug um svæðið og er væntanleg seint í kvöld.  Upplýsingar úr því flugi um sjóræningjaskip verða birtar við fyrsta tækifæri.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.