Eyddu dýnamíti sem var skilað inn til Sorpu

  • Undirbúin eyðing á gömlu dýnamíti

Mánudagur 4. júní 2012

Séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar barst á föstudag tilkynning frá Sorpu um að þeim hefði borist gamalt dýnamít sem hafði verið skilið eftir í söfnunargámi Sorpu á landsbyggðinni og var það síðan flutt með sendiferðabíl til Reykjavíkur. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru í Sorpu og fluttu sprengiefnið á öruggan stað til eyðingar.

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan dýnamítið kom en þetta er alls ekki góð leið til að losa sig við gamalt sprengiefni. Heldur skal hringja í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eða 112 sem sendir sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar á staðinn og fjarlægja þeir sprengiefni með öruggum hætti. 

Undirbúin eyðing á gömlu dýnamíti
Undirbúin eyðing á gömlu sprengiefni.