Varðskipið Ægir í slipp

  • AegirslippJuli2012

Fimmtudagur 12. júlí 2012

Varðskipið Ægir er nú í slipp við Mýrargötuna en unnið er að reglubundnu eftirliti og viðhaldi á skipinu þar sem skipið er yfirfarið, öxuldregið, bolskoðað og málað. Mun skipið síðar í mánuðinum halda í Miðjarðarhafið þar sem Landhelgisgæslan mun fram á haust aðstoða Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins við eftirlit eins og gert hefur verið í nokkra mánuði undanfarin ár. Meginhlutverk skipsins verður að gæta ytri landamæra Schengen-svæðisins en Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen.