Há sjávarstaða um helgina

  • Sjavarhaed_flod

Föstudagur 20. júlí 2012

Vegna slæmrar veðurspár um helgina  vill Landhelgisgæslan vekja athygli á að einnig er stórstreymt þessa daga. Reiknað er með að lægðin verði um 968mb og gæti hækkun sjávarborðs umfram flóðspá orðið um 45 cm.

Á laugardag er flóðspáin þessi:

21          0141  0,4

743    0,4

1349 0,4

1957 4

Á sunnudag er flóðspáin þessi:

22        0216  0,4
S    819 3,7
    1426   0,4

2034     4,0

Breytingar á veðri valda mismun á útreiknuðum og raunverulegum sjávarföllum því töflur yfir sjávarföll eru reiknuð út miðað við „venjuleg“ veðurskilyrði og meðalloftþyngd sem er við sjávarmál 1013 hPa (millibör).  Falli loftvog t.d. um 10 hPa má búast við hækkun sjávaryfirborðs um 0,1 m og öfugt. Blási af hafi og sé loftþrýstingur lágur, mun sjávarhæðin vera meiri en taflan sýnir, og á hinn bóginn minni með frálandsvindi og háum loftþrýstingi.

Á eftirtöldum höfnum er hægt að nálgast stöðu sjávarfalla, sýnd eru 10 mín. gildi:
ReykjavíkGrindavík, Hvanney, Skagaströnd, Þorlákshöfn

Nánar um sjávarföll á vef lhg.is