Símkerfi Landhelgisgæslunnar komið í lag

Þriðjudagur 17. janúar 2006.

Eins og fram kom í fréttatilkynningu í gær varð Landhelgisgæslan að mestu símasambandslaus seinnipart dagsins þar sem símastrengur inn á aðalskrifstofur á Seljavegi 32 slitnaði við vegaframkvæmdir í Holtsgötu. Strax var hafist handa við viðgerð og tókst að koma á símasambandi kl. 5 í morgun.

Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir sambandsleysið því Landhelgisgæslan var með aukanúmer virk sem Neyðarlínan og aðrir viðbragðsaðilar höfðu upplýsingar um auk þess sem samband við skip úti á sjó fara að mestu leyti fram með öðrum fjarskiptum.  Að sjálfsögðu var þó mjög bagalegt að þetta skyldi koma fyrir enda var ekki hægt að ná sambandi við skrifstofur Landhelgisgæslunnar.

Við boðun þyrluáhafnar er notað tvöfalt útkallskerfi, annars vegar fjarskiptakerfi neyðar- og viðbragðsaðila (TETRA-kerfið sem einnig er notað af lögreglu, slökkviliði og fl.) sem nýverið var tekið í notkun og hins vegar boðun í farsíma. 

Áður en TETRA-kerfið var tekið í notkun var Landhelgisgæslan með eigið útkallskerfi á höfuðborgarsvæðinu en ákveðið var að taka upp þetta nýja kerfi til samræmingar við aðra viðbragðsaðila.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.