Fjörutíu ár í starfi hjá Landhelgisgæslunni

  • IMG_4878

Fimmtudagur 20. september 2012

Síðdegis í dag hittust nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í kaffi og fögnuðu nýlegum tímamótum. Þar á meðal var fjörutíu ára starfsafmæli Halldórs B. Nellett skipherra en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1972 og þá sem messi á varðskipinu Ægi með Guðmund Kærnested skipherra. Var þá annað þorskastríðið hafið enþá höfðu Íslendingar fært fiskveiðilögsögu sína úr 12 mílum yfir í 50 mílur. Segir Halldór að á starfsferlinum standi helst upp úr frábært samstarfsfólk hjá Landhelgisgæslunni og svo auðvitað þorskastríðin tvö sem hann tók þátt í. 

Hér er mynd sem var tekin af Halldóri þann 1. júlí 1976 en þá höfðu nýverið náðst sáttir í deilunni um útfærslu fiskveiðilögsögu íslensku þjóðarinnar.

39_Baldur_-_Halldor_B._Nellett_med_togviraklippur