Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir til Eskifjarðar

Í dag var beðið um aðstoð sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar vegna tundurdufls sem áhöfn þýsks togara setti upp á bryggjunni á Eskifirði. Togarinn fékk duflið í netið og kom með það að landi.  Sprengjusérfræðingarnir fengu far með Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar, til Egilsstaða og héldu svo til Eskifjarðar þar sem þeir gerðu duflið óvirkt og eyddu því.