Búið að eyða duflinu sem kom upp með veiðarfærum Þórunnar Sveinsdóttur VE

Laugardagur 12. nóvember 2005.

Vel gekk að eyða tundurdufli sem kom upp með veiðarfærum togarans Þórunnar Sveinsdóttur í gær. Sprengjusérfræðingar höfðu lokið sínu verki kl. 23:30 og komu þeir til baka til Reykjavíkur með björgunarþyrlunni Líf kl. 2:20 í nótt.

Sjá meðfylgjandi myndir sem Adrian King fagstjóri sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar tók. 

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.



Sprengiefnishleðslan sem inniheldur 227 kg. af TNT sprengiefni.


Forsprengja duflsins.