Leit að neyðarsendi hefur ekki borið árangur

Laugardagur 29. október 2005.

Leit að neyðarsendi hefur engan árangur borið.  Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug yfir leitarsvæðið í gær og björgunarsveitir og björgunarskip af Suðurnesjunum leituðu einnig eins og fram kom í fréttatilkynningu í gær. 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga heldur áfram að kanna hvort neyðarskeytin berast frá skipi eða flugvél í neyð en enn sem komið er bendir ekkert til að svo sé og engin skýring hefur fengist á því hvers vegna neyðarskeytin hafa borist.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.