Samstarf milli stofnana við stafrænar landupplýsingar

Mánudagur 2. desember 2013

Nýverið undirrituðu fulltrúar Matvælastofnunar, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu viljayfirlýsingu um samstarf við að uppfylla lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Næstu tvo mánuði er áformuð frekari vinna vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að tillögur um lausn verði lagðar til í febrúar 2014.

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Matvælastofnunar, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu við undirritun viljayfirlýsingarinnar.