Varðskipið Ægir komið á strandstað - TF-SIF mun rannsaka svæðið með mengunargreiningarbúnaði

Laugardagur 6. september kl. 12:00

Varðskipið Ægir er nú komið á strandstað Akrafells við Reyðarfjörð og er unnið að því að flytja dælur yfir skipið. Lögð verður áhersla á að kanna betur ástand Akrafells áður en reynt verður að draga skipið á flot. Engin mengun er sjáanleg en flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF mun fljúga yfir svæðið eftir hádegi til að safna upplýsingum með mengunargreiningarbúnaði flugvélarinnar.

Áætlað er að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN lendi á staðnum kl. 12:40 með kafara sem munu taka þátt í vettvangskönnun á skipinu ásamt köfurum varðskipsins. Kafað verður undir það og botninn skoðaður. Vonast er til að mögulegt verði að skoða skipið vel áður en farið er út í frekari aðgerðir við að reyna að losa skipið af strandstað en háflóð er á staðnum um kl. 12:30. Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar setti í morgun saman sérkort með dýpisupplýsingum fyrir svæðið sem verður notað við frekari mat á aðstæðum.

Mynd af TF-SIF Árni Sæberg.

SIF_MG_1474
Ljósmyndir af strandstað Pálmi Benediktsson.


Kort Kristján Þ. Jónsson.