Týr kemur til Corigliano í kvöld

Föstudagur 2. janúar 2015 kl. 17:00

Varðskipið Týr stefnir nú til ítalska hafnarbæjarins Corigliano á Suður Ítalíu, með flutningaskipið Ezadeen í togi. Reiknað er með að varðskipið Týr komi um tíu leytið í kvöld til hafnar. Um borð í flutningaskipinu eru rúmlega fjögur hundruð flóttamenn, þar af 60 börn.  

Fimm varðskipsmenn fóru um borð í skipið í nótt og tókst að koma dráttarvír yfir í flutningaskipið um klukkan hálf sex í morgun en skipið var þá orðið vélarvana. Snemma í morgun voru björgunaraðilar frá ítölsku strandgæslunni fluttir um borð í skipið með þyrlu og fóru þá varðskipsmenn að nýju um borð í Tý. Mjög slæmt veður hefur verið á svæðinu en ferðist sækist nú betur en áður og er siglt á um 7 mílna hraða.